18.12.2013 : Aðgerðaáætlun um höfuðstólslækkun húsnæðislána

Kynnt hefur verið aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar um höfuðstólslækkun húsnæðislána og má nálgast kynningu á tillögunum á síðu Forsætisráðuneytisins. Þar má jafnframt finna spurningar og svör um úrræðið.


Endanlega útfærsla liggur ekki fyrir en auglýst verður á heimasíðu LSR þegar hægt verður að sækja um úrræðið.

Lesa meira

01.11.2013 : Ný lög um neytendalán

Ný lög um neytendalán nr. 33/2013 taka gildi 1. nóvember 2013. Með tilkomu laganna er upplýsingaskylda lánveitanda aukin, m.a. þarf að gefa neytenda upplýsingar á stöðluðu eyðublaði áður en lán er veitt til að hann geti borið saman ólík tilboð og tekið upplýsta ákvörðun um lántökuna.

Lesa meira

30.10.2013 : Lífeyrisgáttin - upplýsingar um lífeyrisréttindi á einum stað

Lífeyrissjóðir landsins opna í dag aðgang að Lífeyrisgáttinni, nýrri leið sjóðfélaga til að fá á einum stað upplýsingar um áunnin lífeyrisréttindi sín í samtryggingarsjóðum. Lífeyrisgáttina er að finna inn á sjóðfélagavef LSR.

Lesa meira

18.10.2013 : Íslykill tekinn í notkun við innskráningu á sjóðfélagavef LSR

Frá og með 18. október 2013 verður eingöngu hægt að skrá sig inn á sjóðfélagavef LSR með Íslykli eða rafrænum skilríkjum. Við þessa breytingu verða eldri lykilorð óvirk. Sækja þarf um Íslykil og er hann sendur í heimabanka eða á lögheimili í bréfpósti. Hægt er að sækja um Íslykil í gegnum sjóðfélagavef LSR.

Lesa meira

27.09.2013 : Vaxtalækkun lána hjá LSR og LH

Stjórnir Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR) og Lífeyrissjóðs hjúkrunarfræðinga (LH) hafa samþykkt að lækka vexti af lánum til sjóðfélaga frá og með 1. október 2013. Vextir nýrra lána með föstum vöxtum verða lækkaðir úr 3,8% í 3,7%. Þessi samþykkt hefur ekki áhrif á vaxtakjör eldri lána sem tekin hafa verið með föstum vöxtum. Jafnframt var samþykkt að vextir lána með breytilegum vöxtum verða lækkaðir úr 3,5% í 3,4%.

Lesa meira

16.05.2013 : Ársfundur LSR og LH

Ársfundur LSR og LH verður haldinn fimmtudaginn 23. maí kl. 15:00 í húsnæði LSR við Engjateig 11, 105 Reykjavík. Fundurinn er opinn öllum sjóðfélögum og launagreiðendum.

Lesa meira

08.05.2013 : Útsendingar til sjóðfélaga

Árleg útsending yfirlita stendur yfir í þessa dagana. Allir greiðandi sjóðfélagar fá sent yfirlit í pósti með upplýsingum um iðgjaldagreiðslur ársins 2012. Mjög mikilvægt er að bera saman yfirlitið og launaseðlana. Vanti innborganir þá skal hafa samband við launagreiðanda eða LSR.
Lesa meira

30.04.2013 : Kynningar- og samráðsfundur sjóðfélaga á lífeyri

Líkt og undanfarin ár boða Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins og Lífeyrissjóður hjúkrunarfræðinga til kynningar- og samráðsfundar með sjóðfélögum og mökum þeirra sem fá greiðslur frá sjóðnum. Þeir sjóðfélagar sem fá greiddan lífeyri frá sjóðnum fá sent til sín Fréttabréf LSR auk auglýsingar um  kynningar- og samráðsfund 6. maí nk.
Lesa meira

30.04.2013 : Áhrif kjarasamningsbreytinga á greiðslu lífeyris

Almennt hækkuðu laun opinberra starfsmanna um 3,25% þann 1. mars sl. Þeir lífeyrisþegar sem fá greitt samkvæmt meðaltalsreglu hafa beðið í tvo mánuði eftir áhrifum þeirrar hækkunar á meðaltalsvísitöluna Lesa meira

23.04.2013 : Viljayfirlýsing um aðgerðir vegna lánsveða

Ríkisstjórnin og Landssamtök lífeyrissjóða hafa í dag undirritað viljayfirlýsingu um aðgerðir í þágu yfirveðsettra heimila með lánsveð sem nýtt voru til íbúðarkaupa. Með viljayfirlýsingunni er stefnt að hliðstæðri lausn fyrir þá sem fengu lánsveð til íbúðarkaupa og var samkvæmt hinni svokölluðu 110% leið.
Lesa meira

19.04.2013 : Raunávöxtun LH 9,6% á árinu 2012

Vel gekk að ávaxta eignir LH á árinu 2012. Nafnávöxtun var 14,8% á árinu 2012 sem svarar til 9,6% hreinnar raunávöxtunar. Tekjur af fjárfestingarstarfsemi voru 3,2 milljarðar króna og heildareignir LH í árslok 2012 námu 24,5 milljörðum króna.

Lesa meira

17.04.2013 : Raunávöxtun LSR 9,1% á árinu 2012

Vel gekk að ávaxta eignir LSR á árinu 2012. Nafnávöxtun sjóðsins var 14,2% sem svarar til 9,1% hreinnar raunávöxtunar. Tekjur af fjárfestingarstarfsemi voru 54,4 milljarðar króna og heildareignir LSR voru 436,6 milljarðar króna í árslok 2012.

Lesa meira

27.03.2013 : Gleðilega páska

Starfsfólk LSR sendir páskakveðjur til landsmanna allra. Skrifstofa sjóðsins verður lokuð á skírdag, föstudaginn langa og á annan í páskum. Opnum aftur þriðjudaginn 2. apríl kl. 9:00.

25.03.2013 : Hækkun lífeyrisgreiðslna í B-deild LSR og LH

Þann 1. mars sl . hækkuðu laun opinberra starfsmanna almennt um 3,25%. Eins var um lífeyrinn í B-deild LSR og LH hjá þeim sem fylgja kjarasamningsbreytingum (eftirmannsreglu).

Lesa meira

18.02.2013 : Útsending launamiða og forskráning á skattframtöl

LSR hefur lokið útsendingu launamiða til allra sem fengu lífeyrisgreiðslur á árinu 2012 úr A- og B-deild LSR, LH og Séreign LSR.

Lesa meira

07.01.2013 : Heimild til aukinnar úttektar á séreignarsparnaði

Alþingi hefur samþykkt á ný heimild til úttektar á séreignarsparnaði sem er að hámarki kr. 6.250.000 og miðast nú við inneign sjóðfélaga þann 1. janúar 2013.
Lesa meira

03.01.2013 : Lækkun vaxta LSR lána

Stjórnir LSR og Lífeyrissjóðs hjúkrunarfræðinga (LH) hafa samþykkt að lækka vexti af lánum til sjóðfélaga frá og með 1. janúar.

Lesa meira