Fréttir
Heimild til aukinnar úttektar á séreignarsparnaði
Alþingi samþykkti þann 17. september sl. að heimila sérstaka úttekt á séreignarsparnaði og miðast hún við inneign sjóðfélaga þann 1. október 2011. Hámarksúttekt er 6.250.000 kr. og úttektartímabil er allt að 15 mánuðum. Umsóknarfrestur rennur út 1. júlí 2012 og síðasti útgreiðslumánuður er september 2013.
Lesa meiraLögfesting á iðgjaldi launagreiðenda til VIRK starfsendurhæfingarsjóðs
Samkvæmt 2. mgr. 12. gr. laga nr. 73/2011 sem samþykkt voru á Alþingi í júní sl. ber öllum launagreiðendum að greiða 0,13% af heildarlaunum allra starfsmanna sinna til VIRK frá og með 1. september 2011.
Lesa meiraNýir kjarasamningar
Um næstu mánaðamót verður lífeyrir úr B-deild LSR og LH leiðréttur samkvæmt nýsamþykktum kjarasamningum opinberra starfsmanna og kjarasamningum sem sveitarfélög hafa gert við starfsmenn sína og gilda frá 1. júní sl.
Lesa meiraTryggingafræðileg staða A-deildar LSR
Í tilefni af fréttaflutningi af tryggingafræðilegri stöðu A-deildar og erindi Fjármálaeftirlitsins um hækkun iðgjalds launagreiðenda til deildarinnar vill LSR koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri.
Tryggingafræðileg úttekt A-deildar LSR miðað við árslok 2010 sýnir að áfallin skuldbinding var...
Eignaaukning 22 milljarðar - Raunávöxtun 2,2% hjá LSR
Um síðustu áramót voru samanlagðar eignir Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR) og Lífeyrissjóðs hjúkrunarfræðinga (LH) 371,8 milljarðar króna og hækkuðu um 21,9 milljarða frá árinu á undan eða um 6,3%. Í árslok 2010 skiptust eignir þannig að hlutur A-deildar var 154,5 milljarðar króna, B-deildar 187 milljarðar króna, Séreignar LSR 8,6 milljarðar króna og eignir LH voru 21,7 milljarðar króna.
Lesa meiraHvað viltu vita um lífeyrismál þín?
Aðgangur að upplýsingum á veraldarvefnum verður sífellt greiðari og rafræn skilríki auðvelda okkur enn frekar að sækja þangað upplýsingar sem við þurfum. Á heimasíðu LSR, sem nú hefur tekið gagngerum breytingum með þetta í huga, er að finna svör við spurningum sem eru mikilvægar bæði fyrir líðandi stund og til framtíðar.
Lesa meiraUpplýsingar fyrir skattframtöl
LSR hefur lokið útsendingu launamiða til allra sjóðfélaga sem fengu lífeyrisgreiðslur á árinu 2010 úr A- og B-deild LSR, LH og Séreign LSR. Lífeyrisþegar eru hvattir til að yfirfara upplýsingar á launamiðum og hafa samband við sjóðinn ef athugasemdir finnast. Upplýsingar um lífeyrisgreiðslur koma forskráðar inn á skattaframtöl ef skilað er á netinu.
Lesa meiraSamkomulag um verklagsreglur í þágu yfirveðsettra heimila
Gengið hefur verið frá verklagsreglum um hvernig koma megi til móts við þá sem skulda lán sem hvíla á yfirveðsettum heimilum. Verklagsreglurnar eru nánari útfærsla viljayfirlýsingu frá 3. desember s.l. um aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna.
Lesa meira