Áhrif kjarasamningsbreytinga á greiðslu lífeyris

30.04.2013

Almennt hækkuðu laun opinberra starfsmanna um 3,25% þann 1. mars sl. Þeir lífeyrisþegar sem fá greitt samkvæmt meðaltalsreglu hafa beðið í tvo mánuði eftir áhrifum þeirrar hækkunar á meðaltalsvísitöluna. Samkvæmt útreikningum Hagstofunnar hækkar hún um næstu mánaðamót hins vegar um 3,77%. Svipaðra áhrifa gætti á síðasta ári en þá hækkuðu laun almennt þann 1. mars um 3,5%. Meðaltalsvísitalan hækkaði hins vegar tveimur mánuðum síðar um 3,9%.

Þrír af hverjum fjórum lífeyrisþegum í B-deild LSR fá greiddan lífeyri sem tekur meðalbreytingum.