Kynningar- og samráðsfundur sjóðfélaga á lífeyri

30.04.2013

Líkt og undanfarin ár boða Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins og Lífeyrissjóður hjúkrunarfræðinga til kynningar- og samráðsfundar með sjóðfélögum og mökum þeirra sem fá greiðslur frá sjóðnum.

Þeir sjóðfélagar sem fá greiddan lífeyri frá sjóðnum fá sent til sín Fréttabréf LSR auk auglýsingar um kynningar- og samráðsfund 6. maí nk.

Tilgangur fundarins er að veita sjóðfélögum upplýsingar um afgreiðslu lífeyris, áhrif kjarasamninga á lífeyrisgreiðslur og framkvæmd meðaltals- og eftirmannsreglu.

Þá er einnig fjallað um önnur hagsmunamál sem varða lífeyrisþega og starfsemi sjóðanna almennt.

Að venju verður boðið upp á veitingar og tónlistaratriði er í höndum Stuðmannsins Jakobs Magnússonar.

Þeir sem vilja fá ákveðnum spurningum svarað á fundinum geta hringt á skrifstofu sjóðsins í síma 510 6100 eða sent tölvupóst á netfangið lsr@lsr.is ef þeir kjósa svo fyrir mánudaginn 6. maí.

Dagskrá fundarins 6. maí:

  1. Árni Stefán Jónsson formaður stjórnar LSR setur fundinn
  2. Haukur Hafsteinsson framkvæmdastjóri LSR flytur ávarp
  3. Páll Skúlason, prófessor emeritus fjallar um „Hlutverk og stöðu eldri borgara í samfélaginu“
  4. Páll Ólafsson deildarstjóri fer yfir þróun og breytingar á lífeyrisgreiðslum
  5. Ágústa Gísladóttir segir frá bættri þjónustu í nýjum húsakynnum
  6. Umræður og fyrirspurnir

Auglýsing um kynningar- og samráðsfund LSR og LH