Hlutverk LSR, lög, samþykktir og stefnur
Hlutverk LSR er:
- Að greiða sjóðfélögum lífeyri.
- Að tryggja sjóðfélaga fyrir tekjumissi í kjölfar örorku og stuðla að fjárhagslegu öryggi maka og barna við andlát sjóðfélaga.
- Að taka við iðgjöldum og varðveita upplýsingar um réttindi sjóðfélaga.
- Að ávaxta fjármuni sjóðsins með sem bestum hætti með hliðsjón af fjárfestingarstefnu og að teknu tilliti til áhættu.
LSR starfar eftir lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins nr. 1/1997 og lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða nr. 129/1997.
Samþykktir LSR
Sjóðurinn starfar eftir samþykktum fyrir Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins. Þar eru skráðar grundvallarreglur um starfsemi LSR og lífeyrisréttindi sjóðfélaga. Stjórn sjóðsins ákvarðar breytingar á samþykktum og eru slíkar breytingar kynntar á aðalfundi sjóðsins. Þá þarf Fjármála- og efnahagsráðuneytið að staðfesta breytingarnar í samráði við Fjármálaeftirlitið áður en þær taka gildi.
Nýjustu samþykktir LSR tóku gildi 19. apríl 2024.
Samþykktir og viðaukar
Stefnur LSR
Sjóðurinn hefur sett sér stefnur og reglur sem segja til um ýmsa helstu þætti starfseminnar og eru þær helstu aðgengilegar hér fyrir neðan.
Skjalfest stefna stjórnar um þá áhættu sem stjórnin er reiðubúin til að taka í rekstrinum í samræmi við markmið og framtíðarsýn sjóðsins.
Hver deild LSR hefur sína fjárfestingarstefnu þar sem tilgreindar eru þær megináherslur sem unnið er eftir við ávöxtun á fjármunum deildarinnar.
Leggur línurnar um aðkomu LSR að þeim félögum sem sjóðurinn fjárfestir í, svo sem val á stjórnarmönnum, mat á stjórnarháttum, ráðstöfun atkvæða á hluthafafundum og fleira.
LSR skuldbindur sig til að greiða sömu laun og kjör fyrir jafnverðmæt störf óháð kyni og segir jafnlaunastefna og jafnréttisáætlun til um hvernig það skuli tryggt.
Lýsir megináherslum sjóðsins varðandi sjálfbærni. Stefnan tekur bæði til innri starfsemi sjóðsins og einnig til þess hvernig sjóðurinn lítur til sjálfbærni í fjárfestingum.
Segir til um þau viðmið sem sjóðurinn skal starfa eftir hvað varðar starfskjör starfsfólks.
Lýsir áherslum sjóðsins þegar kemur að vernd upplýsingaeigna sjóðsins og hlítni við fyrirmæli stjórnvalda auk þess að segja til um verklag og ábyrgð.
Útlistar hvernig staðið er að söfnun, skráningu, vinnslu, vistun og miðlun persónugreinanlegra upplýsinga um sjóðfélaga og einstaklinga sem heimsækja lsr.is.
Reglur LSR
Stuðla að góðum starfsháttum og samskiptum starfsfólks og stjórnarmanna sjóðsins og er ætlað að koma í veg fyrir hvers konar hagsmunaárekstra og óæskilega viðskiptahætti.
Segja til um verklag stjórnar og framkvæmdastjóra sjóðsins og er ætlað að styðja við góða stjórnarhætti og hlítni við stefnur og reglur sjóðsins.
Draga fram hæfisskilyrði lykilstarfsmanna LSR, verklag við framkvæmd hæfismats og skýra upplýsinga- og tilkynningaskyldu lykilstarfsmanna.