Hlutverk LSR, lög, samþykktir og stefnur
Hlutverk LSR er:
- Að greiða sjóðfélögum lífeyri.
- Að tryggja sjóðfélaga fyrir tekjumissi í kjölfar örorku og stuðla að fjárhagslegu öryggi maka og barna við andlát sjóðfélaga.
- Að taka við iðgjöldum og varðveita upplýsingar um réttindi sjóðfélaga.
- Að ávaxta fjármuni sjóðsins með sem bestum hætti með hliðsjón af fjárfestingarstefnu og að teknu tilliti til áhættu.
LSR starfar eftir lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins nr. 1/1997 og lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða nr. 129/1997.
Samþykktir LSR
Sjóðurinn starfar eftir samþykktum fyrir Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins. Þar eru skráðar grundvallarreglur um starfsemi LSR og lífeyrisréttindi sjóðfélaga. Stjórn sjóðsins ákvarðar breytingar á samþykktum og eru slíkar breytingar kynntar á aðalfundi sjóðsins. Þá þarf Fjármála- og efnahagsráðuneytið að staðfesta breytingarnar í samráði við Fjármálaeftirlitið áður en þær taka gildi.
Nýjustu samþykktir LSR tóku gildi 19. apríl 2024.
Samþykktir og viðaukar
Stefnur LSR
Sjóðurinn hefur sett sér stefnur og reglur sem segja til um ýmsa helstu þætti starfseminnar og eru þær helstu aðgengilegar hér fyrir neðan.