Veruleg stytting á afgreiðslutíma lána
Innleiðing rafrænna
lausna og tenging við sjálfvirkt greiðslumat hefur m.a. leitt til þess að
afgreiðslutími lána hefur styst umtalsvert hjá LSR. Nú eru lánsumsóknir
afgreiddar innan við 5 virka daga og ef öll gögn liggja fyrir þegar umsóknir
berast er í mörgum tilvikum hægt að afgreiða þær ýmist samdægurs eða deginum
eftir móttöku.
Áður en lánsumsóknarferlið var fært á rafrænt snið gat tekið allt að fjórum vikum að afgreiða lán. LSR leitast stöðugt við að bæta þjónustu til sjóðfélaga og því var ráðist í að endurbæta ferlið með það að markmiði að stytta afgreiðslutímann.
Umsókn um lán hjá LSR fer nú fram á Mínum síðum og er umsóknin tengd við sjálfvirkt greiðslumat CreditInfo. Einnig eru nauðsynleg skjöl sem tengjast lánsumsókninni undirrituð með rafrænum hætti að undanskildu skuldabréfinu sjálfu. Með þessu hefur sjálfvirkni við lánsumsóknir aukist verulega, sem hefur leitt til styttri afgreiðslutíma.
Óhætt er að segja að aukin áhersla LSR á stafrænar lausnir hafi þannig bætt þjónustu við sjóðfélaga verulega.