Nýjar reiknivélar fyrir lán og lífeyrisréttindi
Nýjar reiknivélar fyrir lán og lífeyrisréttindi hafa nú verið
teknar í notkun á lsr.is. Í lífeyrisreiknivélinni geta sjóðfélagar séð áætluð lífeyrisréttindi
út frá aldri, tekjum og áunnum lífeyrisréttindum, en í lánareiknivélinni
má sjá greiðsluáætlanir fyrir fasteignalán sjóðsins.
Lífeyrisreiknivélin er nýjung hér á LSR. Hún sýnir samspil samtryggingar, hefðbundinnar séreignar og tilgreindrar séreignar, en sú síðastnefnda er ný þjónusta hjá sjóðnum. Þannig sést vel hvernig samtryggingarlífeyrir lækkar ef safnað er í tilgreinda séreign, en samtryggingarlífeyrir er greiddur til æviloka. Á móti sést hvernig hægt er að nýta tilgreinda séreign til að hækka lífeyrisgreiðslur yfir ákveðið tímabil, t.d. á fyrstu árunum eftir að taka eftirlauna hefst eða síðustu árunum fyrir töku eftirlauna. Að auki má skoða ýmsa möguleika við útgreiðslu séreignarlífeyris.
Opna lífeyrisreiknivélLánareiknivélin er ný og endurbætt útgáfa af fyrri lánareiknivél. Hún er einfaldari og þægilegri í notkun en fyrri reiknivél auk þess sem hún hentar betur fyrir notkun í snjalltækjum. Þá dregur hún einnig fram svokölluð SÍ-viðmið, sem geta skipt máli þegar kemur að greiðslumati.