Samningur við Deloitte um innri endurskoðun

10.03.2004

LSR og LH hafa gert samning við Deloitte um vinnu við innri endurskoðun hjá lífeyrissjóðunum. Samningur milli aðila var undirritaður mánudaginn 8. mars. Með samningnum er skilið á milli vinnu við endurskoðun á ársreikningi sjóðanna og vinnu við innri endurskoðun. Ríkisendurskoðun mun eftir sem áður endurskoða ársreikning LSR og LH. Deloitte mun hins vegar sjá um innri endurskoðun í samræmi við reglur Fjármálaeftirlitsins nr. 687/2001 um endurskoðunardeildir og eftirlitsaðila lífeyrissjóða.  


Í samningnum er gert ráð fyrir að Deloitte muni þrisvar á ári afhenda stjórnum lífeyrissjóðanna skriflega skýrslu þar sem gerð er grein fyrir niðurstöðum innri endurskoðunar og tillögum að endurbótum. Þar af skal ein skýrslan vera vegna kannana á upplýsingakerfum sjóðanna.

Á myndinni talið frá vinstri: Björg Sigurðardóttir og Heimir Þorsteinssona frá Deloitte, Maríanna Jónasdóttir formaður stjórnar LSR, Ásta Möller formaður stjórnar LH, Þorkell Sigurgeirsson skrifstofu- og fjármálastjóri, Haukur Hafsteinsson framkvæmdarstjóri