Yfir 200 sjóðfélagar í B-deild LSR fá senda tilkynningu um rétt til töku lífeyris

01.10.2004

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins hefur þá stefnu að upplýsa sjóðfélaga um réttindi þeirra í sjóðnum.  Unnin hefur verið úttekt á því hvort einhverjir sjóðfélagar kunni að eiga rétt til töku lífeyris úr B-deild án þess að hafa sótt um greiðslur úr sjóðnum.  Þann 9. ágúst síðastliðinn fengu 208 sjóðfélagar, sem náð hafa 65 ára aldri, bréf þar sem athygli þeirra er vakin á rétti til töku lífeyris. Nú þegar hafa fjölmargar umsóknir borist sjóðnum.