Mikil aukning í útlánum LSR og LH til sjóðfélaga

31.01.2006

Mikill vöxtur var í útlánum LSR og LH til sjóðfélaga á árinu 2005. Á síðasta ári lánuðu sjóðirnir samtals 9,6 milljarða króna til sjóðfélaga samanborið við 4,6 milljarða króna útlán á árinu 2004. Að meðaltali lánuðu sjóðirnir um 800 milljónir króna í hverjum mánuði en útlán rúmlega tvöfölduðust milli ára. Á sama tíma og útlán hafa aukist hefur dregið verulega úr uppgreiðslum á eldri lánum hjá sjóðunum. Nettó útlán sjóðanna á árinu 2005 námu rúmlega 4,7 milljörðum króna en voru 213 milljónir króna árið 2004, sem skýrist af miklum uppgreiðslum á síðasta þriðjungi þess árs.

Á milli áranna 2005 og 2004 hefur fjöldi nýrra lána aukist um 22% og þá hefur meðalfjárhæð lána aukist um 72%, eða úr tæpum 3, milljónum króna í rúmlega 5 milljónir króna.