Hækkun á mótframlagi til B-deildar LSR og LH
Alþingi samþykkti nýlega breytingar á lögum er varða lífeyrissjóði. Breytingarnar eru fyrst og fremst hækkun á mótframlagi launagreiðanda sem hækkar úr 6% - 8%. Breytingin tekur gildi um áramót og kemur því fyrst til framkvæmda vegna launa fyrir janúar. Skylduiðgjald til B-deildar og LH hækkar því úr 10% í 12%.