Hækkun fastra vaxta

19.12.2007

Stjórnir Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins og Lífeyrissjóðs hjúkrunarfræðinga hafa samþykkt að fastir vextir LSR lána skuli frá og með 20. desember 2007 vera 5,75%.

Umsóknir um lán með föstum vöxtum, sem borist hafa sjóðunum til afgreiðslu fyrir 20. desember og standast reglur um LSR lán, verða afgreiddar í samræmi við efni þeirra og þau vaxtakjör sem boðin voru hjá sjóðunum fyrir framangreinda vaxtabreytingu, svo fremi að skjöl verði sótt og full afgreidd fyrir 18. janúar 2008. 

Þessi samþykkt hefur ekki áhrif á vaxtakjör eldri lána sem tekin hafa verið með föstum vöxtum.