Heimilt er að taka út allt að 2,5 milljón af séreignarsparnaði

28.12.2009

Samþykkt hefur verið heimild til útborgunar á séreignarlífeyrissparnaði allt að 2,5 milljón. Á árinu 2009 var opnað fyrir útborgun á einni milljón króna en nú verður hægt er að fá greiddar út allt að 1,5 milljón króna til viðbótar. Þar með verður heimilt að taka út samanlagt 2,5 milljónir króna af séreignarsparnaði svo fremi að rétthafi hafi átt þá fjárhæð 1. janúar 2010 en þann dag taka lögin gildi.

Greiðslur dreifast á allt að 23 mánuði fyrir þá sem eiga 2,5 milljón og nýta sér útborgunarheimildina að fullu.

Sjóðfélögum er bent á að hafa samband við þjónustufulltrúa með frekari upplýsingar.