LSR óskar eftir að ráða lögfræðing til starfa

21.12.2009

LSR óskar eftir að ráða lögfræðing (Cand.jur. eða ML) í krefjandi starf.

Starfið felst í lögfræðilegri ráðgjöf, sem m.a. snýr að ákvörðun lífeyrisréttinda, samskiptum við launagreiðendur og sjóðfélaga auk ýmissa almennra lögfræðistarfa fyrir lífeyrissjóðinn.

Við leitum að lögfræðimenntuðum, reynsluríkum aðila, sem hefur metnað til að takast á við krefjandi starf. Málflutningsréttindi er kostur, en ekki skilyrði. Áhersla er lögð á sjálfstæði, frumkvæði, fagmannleg vinnubrögð, styrk í mannlegum samskiptum, skipulagshæfni og metnað til að skila góðum árangri í starfi.

Umsóknarfrestur er til og með 21. desember nk. Gengið verður frá ráðningu fljótlega. Allar umsóknir verða meðhöndlaðar sem trúnaðarmál.

Guðný Harðardóttir hjá STRÁ MRI veitir nánari upplýsingar. Vinsamlega sendið starfsferilskrá ásamt meðfylgjandi gögnum til stra@stra.is.