Launamiðar eftirlauna- og lífeyrisþega fyrir 2023 gefnir út
LSR hefur nú lokið skilum á launamiðum eftirlauna- og lífeyrisþega til RSK. Skil á launamiðum ná til allra sjóðfélaga sem fengu eftirlauna- eða lífeyrisgreiðslur á árinu 2023 úr A-deild, B-deild og Séreign LSR og einnig ESÚÍ – Eftirlaunasjóði starfsmanna Útvegsbanka Íslands.
Upplýsingar af launamiðum koma forskráðar inn á skattaframtöl. Hægt er að finna þær á þjónustuvef Skattsins, www.skattur.is. Eftir auðkenningu inn á þjónustuvefinn skal velja kaflann „Almennt“ og þar undirkaflann „Innkomnar upplýsingar“. Eftirlauna- og lífeyrisþegar eru hvattir til að yfirfara upplýsingarnar og hafa samband við sjóðinn ef athugasemdir finnast.
Launamiðar eru almennt ekki sendir út, en sjóðfélögum er velkomið að hafa samband við sjóðinn í síma 510 6100 eða með tölvupósti á lifeyrir@lsr.is og óska eftir að fá launamiða senda. Bæði er hægt að fá stafræna útgáfu í gegnum Ísland.is eða á pappír.