Fara á efnissvæði
Mínar síður

Fréttir og tilkynningar

LSR Logo

Opinn fundur LSR um hækkandi lífaldur

13. febrúar 2023

LSR Logo

Eignasöfn LSR metin út frá UFS-þáttum

27. janúar 2023

Mikilvægur liður í fjárfestingarstarfi LSR er að tryggja að sjóðurinn sé ábyrgur langtímafjárfestir. Fjárfestingar sjóðsins eru metnar út frá svokölluðum UFS-þáttum (umhverfisþættir, félagsþættir og stjórnarhættir) og er hægt að finna upplýsingar um UFS-mat bæði innlendra og erlendra fjárfestinga hér á vefnum.

LSR Logo

Vilhjálmur Pétursson ráðinn sjóðstjóri hjá LSR

17. janúar 2023

LSR hefur ráðið Vilhjálm Pétursson í starf sjóðstjóra á eignastýringasviði. Vilhjálmur kemur inn í innlent teymi eignastýringar, með áherslu á óskráð verðbréf og fjárfestingagreiningar. Hann mun hefja störf hjá LSR innan skamms.

LSR Logo

Aðgerðir LSR vegna hækkandi lífaldurs

2. janúar 2023

Meðalævi Íslendinga hefur lengst jafnt og þétt síðustu áratugi og útlit er fyrir að sú þróun muni halda áfram. Þar með geta yngri kynslóðir búist við að njóta fleiri eftirlaunaára en þær sem á undan komu. Þetta þýðir jafnframt að lífeyrissjóðir þurfa að grípa til aðgerða til að tryggja að þeir séu í jafnvægi til framtíðar.

LSR Logo

Fyrrverandi forseti Mannréttindadómstóls Evrópu staðfestir niðurstöður

7. desember 2022

Róbert R. Spanó, fyrrverandi forseti Mannréttindadómstóls Evrópu, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands og gestaprófessor við lagadeild Oxford háskóla í Bretlandi, staðfestir niðurstöður LOGOS lögmannsþjónustu, varðandi málefni ÍL-sjóðs. Þetta kemur fram í álitsgerð Róberts sem íslenskir lífeyrissjóðir hafa fengið í hendur.

LSR Logo

Afar sterk lagaleg staða lífeyrissjóða vegna fyrirhugaðra slita ÍL-sjóðs

24. nóvember 2022

Fyrirhuguð lagasetning fjármálaráðherra um gjaldþrot eða sambærileg skuldaskil ÍL-sjóðs fer í bága við stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. Þetta er meðal þess sem efnislega kemur fram í lögfræðiáliti LOGOS sem unnið var fyrir íslenska lífeyrissjóði og kynnt var á fundi þeirra í gær. Er í áliti LOGOS vitnað til þess að slíkt inngrip fæli í sér eignarnám eða annars konar skerðingu eignarréttinda sem færi í bága við stjórnarskrá og skapaði íslenska ríkinu bótaskyldu gagnvart skuldabréfaeigendum.

LSR Logo

Engar skerðingar vegna greiðslna úr Séreign LSR

22. september 2022

Vegna umræðu um breytingar á lögum um lífeyrissjóði sem taka munu gildi um næstu áramót er rétt að taka fram að þessar lagabreytingar hafa engin áhrif á Séreign LSR. Greiðslur úr Séreign LSR munu eftir sem áður ekki leiða til skerðinga á greiðslum Tryggingastofnunar.

LSR Logo

Halla Kristjánsdóttir ráðin sviðsstjóri eignastýringar LSR

6. september 2022

Halla Kristjánsdóttir hefur verið ráðin sviðsstjóri eignastýringar LSR. Halla hefur yfirgripsmikla þekkingu af starfsemi LSR, en hún hóf störf á eignastýringarsviði sjóðsins árið 2006 og hefur síðan þá sinnt ýmsum störfum innan LSR. Halla tekur við stöðunni af Birni Hjaltested Gunnarssyni sem lét af störfum í sumar.

LSR Logo

10% hrein raunávöxtun 2021 og fjárfestingartekjur aldrei meiri

7. apríl 2022

Hreinar fjárfestingartekjur LSR námu um 181 milljarði króna á árinu 2021, sem eru mestu fjárfestingartekjur á einu ári í sögu sjóðsins. Hrein raunávöxtun LSR var 10% á árinu og er þetta þriðja árið í röð sem raunávöxtun sjóðsins er 10% eða meiri. Síðastliðin 5 ár hefur raunávöxtun sjóðsins verið að meðaltali 8,3%. Í árslok nam hrein eign sjóðsins rétt um 1.347 milljörðum króna.

LSR Logo

LSR tekur þátt í 580 milljarða fjárfestingu í umhverfisvænum verkefnum

2. nóvember 2021

LSR er einn þrettán íslenskra lífeyrissjóða sem ætla að fjárfesta fyrir 4,5 milljarða bandaríkjadala (um 580 milljarða króna) í verkefnum sem tengjast hreinni orku og öðrum umhverfisvænum lausnum fram til ársins 2030.