Nýjar samþykktir LSR frá 1. júní 2017
13. júní 2017
Nýjar samþykktir fyrir LSR tóku gildi þann 1. júní sl. Breytingarnar eru fyrst og fremst tilkomnar vegna breytinga á lögum um LSR, nr. 1/1997, sem samþykkt voru á Alþingi í desember sl. Með breytingunum voru lagaákvæði sem fjalla um A-deild LSR að meginstefnu til felld brott með gildistöku 1. júní 2017.