Fara á efnissvæði
Mínar síður

Fréttir og tilkynningar

LSR Logo

Aukin áhersla á sjálfbærni

4. september 2024

Stórt skref var stigið í sjálfbærnivegferð LSR í sumar þegar Heiðrún Hödd Jónsdóttir var ráðin í nýja stöðu sérfræðings í sjálfbærnimálum hjá sjóðnum. Heiðrún mun leiða framkvæmd á sjálfbærnistefnu sjóðsins, sem nær bæði til fjárfestinga sjóðsins og innri starfsemi hans.

LSR Logo

Breytingar á vöxtum verðtryggðra lána

30. ágúst 2024

Frá og með 30. ágúst hækka vextir á nýjum verðtryggðum fasteignalánum LSR um 0,2 prósentustig. Engar breytingar verða á óverðtryggðum lánum.

LSR Logo

Jafnlaunavottun LSR endurnýjuð til 2027

10. júlí 2024

LSR hefur fengið endurnýjaða jafnlaunavottun fyrir starfsemi sjóðsins, sem gildir í þrjú ár, til ársins 2027. Sjóðurinn hlaut jafnlaunavottun í fyrsta sinn árið 2021.

LSR Logo

Jákvæð raunávöxtun á krefjandi rekstrarári

17. júní 2024

Jákvæð raunávöxtun var á öllum sameignar- og séreignardeildum LSR á árinu 2023 og skilaði sjóðurinn í heild 9,2% nafnávöxtun, sem samsvarar 1,1% raunávöxtun. 

LSR Logo

Ársskýrsla LSR 2023 komin út

7. maí 2024

Ársskýrsla LSR fyrir árið 2023 er komin út og er aðgengileg hér á vefnum. Í ársskýrslunni er fjallað um rekstur og starfsemi sjóðsins á árinu.

LSR Logo

Ársfundur LSR verður haldinn 7. maí

24. apríl 2024

Ársfundur LSR verður haldinn kl. 15:00 þriðjudaginn 7. maí næstkomandi á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2. Fundurinn verður opinn öllum sjóðfélögum og launagreiðendum.

LSR Logo

Vextir óverðtryggðra lána lækka í 9,5%

12. apríl 2024

Vextir óverðtryggðra lána LSR lækka um 0,2 prósentustig, úr 9,7% í 9,5% frá og með föstudeginum 12. apríl 2024. Vextir óverðtryggðra sjóðfélagalána hjá LSR eru fastir í 36 mánuði í senn.

LSR Logo

Hætt að senda launaseðla á pappír

20. mars 2024

Frá og með mánaðarmótunum mars/apríl mun LSR hætta útsendingu launaseðla á pappír. Þess í stað verða launaseðlar birtir rafrænt á Mínum síðum á lsr.is.

Harpa Jónsdóttir

Fara tilnefningarnefndir með atkvæðisréttinn?

20. febrúar 2024

Nú fer í hönd tími aðalfunda hjá skráðum félögum þar sem m.a. er kjörið í stjórnir þeirra. Harpa Jónsdóttir, framkvæmdastjóri LSR, skrifar af þessu tilefni grein sem birtist í Innherja í dag þar sem hún ræðir vinnulag tilnefningarnefnda og möguleika hluthafa á að kjósa í stjórnir félaganna. Greinina má jafnframt lesa hér:

LSR Logo

Samkomulag við ríkissjóð um sjóðfélagalán Grindvíkinga

9. febrúar 2024

LSR er einn 12 lífeyrissjóða sem hafa undirritað samkomulag við fjármála- og efnahagsráðherra um stuðning ríkissjóðs vegna húsnæðislána lífeyrissjóða til Grindvíkinga. Samkvæmt samkomulaginu mun ríkissjóður greiða áfallna vexti og verðbætur af sjóðfélagalánum einstaklinga í Grindavík yfir sex mánaða tímabil.