Fréttir og tilkynningar

Breytingar á vöxtum fasteignalána
15. nóvember 2024
Frá og með 15. nóvember breytast vextir á nýjum fasteignalánum LSR. Vextir óverðtryggðra lána lækka um 0,5% og vextir verðtryggðra lána hækka um 0,2%.

Hvað er jafnræði?
5. nóvember 2024
Harpa Jónsdóttir, framkvæmdastjóri LSR, skrifaði fyrir skömmu tvær greinar á Innherja á Vísi þar sem hún fjallaði um jafnræði í lífeyrismálum í tengslum við aðgerðir lífeyrissjóða vegna hækkandi lífaldurs. Hér birtist fyrri greinin.

Bleiki dagurinn 2024
23. október 2024
Starfsfólk LSR lét ekki sitt eftir liggja á Bleika deginum, 23. október, og klæddist bleiku fyrir allar þær konur sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur þeirra.

Yfirlýsing vegna sölu áfengis í netverslun Haga
22. október 2024
LSR hefur átt samtal við forsvarsmenn Haga hf. í kjölfar þess að nýstofnað dótturfélag þess hefur hafið sölu áfengis í gegnum netverslun sem þjónustuð er af verslunum Hagkaups.

Íslenska lífeyriskerfið í fremstu röð
16. október 2024
Íslenska lífeyriskerfið er metið það næstbesta í heimi í alþjóðlegri lífeyrisvísitölu sem gefin er úr árlega af ráðgjafafyrirtækinu Mercer og samtökunum CFA Institute. Þetta er í fjórða sinn sem lífeyriskerfið á Íslandi er þátttakandi í mælingunni og hefur íslenska kerfið alltaf verið metið í fyrsta eða öðru sæti.

LSR fær viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar í fimmta sinn
11. október 2024
LSR hlaut viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar í fimmta sinn þegar hún var veitt við hátíðlega athöfn í Háskóla Íslands. Jafnvægisvogin er veitt fyrirtækjum og stofnunum sem uppfylla markmið verkefnisins um 40/60 kynjahlutfall meðal stjórnenda.

Launagreiðendavefur uppfærður
26. september 2024
Launagreiðendavefur hefur nú verið uppfærður og nýtt umboðsmannakerfi tekið upp, en það var gert vegna lokunar innskráningarþjónustu og umboðsmannakerfis Ísland.is.

Aukin áhersla á sjálfbærni
4. september 2024
Stórt skref var stigið í sjálfbærnivegferð LSR í sumar þegar Heiðrún Hödd Jónsdóttir var ráðin í nýja stöðu sérfræðings í sjálfbærnimálum hjá sjóðnum. Heiðrún mun leiða framkvæmd á sjálfbærnistefnu sjóðsins, sem nær bæði til fjárfestinga sjóðsins og innri starfsemi hans.

Breytingar á vöxtum verðtryggðra lána
30. ágúst 2024
Frá og með 30. ágúst hækka vextir á nýjum verðtryggðum fasteignalánum LSR um 0,2 prósentustig. Engar breytingar verða á óverðtryggðum lánum.

Jafnlaunavottun LSR endurnýjuð til 2027
10. júlí 2024
LSR hefur fengið endurnýjaða jafnlaunavottun fyrir starfsemi sjóðsins, sem gildir í þrjú ár, til ársins 2027. Sjóðurinn hlaut jafnlaunavottun í fyrsta sinn árið 2021.