Fréttir og tilkynningar
Skipting ellilífeyris milli hjóna
26. ágúst 2021
Reglulega skapast umræða um skiptingu ellilífeyris milli hjóna. Ýmsir kostir eru í stöðunni fyrir sjóðfélaga og getur það verið mjög mismunandi eftir aðstæðum hvaða leið hentar hverjum og einum.
Sterkari staða lífeyrissjóðanna
22. júní 2021
Úttekt sem Seðlabanki Íslands gerði nýlega um lífeyrissjóðina sýnir að staða þeirra styrktist enn frekar á síðasta ári og nam lífeyrissparnaður landsmanna 206% af vergri landsframleiðslu í árslok. Úttektin sýnir einnig að séreignarsparnaður lífeyrissjóðanna er ákjósanlegur kostur í samanburði við séreignarsparnað annarra vörsluaðila vegna lágra fjárfestingargjalda og góðrar sögulegrar ávöxtunar.
Ný þjónustunetföng LSR
27. janúar 2021
Ný þjónustunetföng hafa nú verið tekin í notkun hjá LSR, annars vegar vegna lánamála og hins vegar vegna lífeyrismála. Þetta er gert með það fyrir augum að auka skilvirkni og yfirsýn auk þess að gæta að persónuvernd og aðgreiningu verkefna.
Nýjar samþykktir LSR frá 1. júní 2017
13. júní 2017
Nýjar samþykktir fyrir LSR tóku gildi þann 1. júní sl. Breytingarnar eru fyrst og fremst tilkomnar vegna breytinga á lögum um LSR, nr. 1/1997, sem samþykkt voru á Alþingi í desember sl. Með breytingunum voru lagaákvæði sem fjalla um A-deild LSR að meginstefnu til felld brott með gildistöku 1. júní 2017.