Fréttir og tilkynningar

Langtímasýn LSR í fjárfestingum
12. mars 2025
Halla Kristjánsdóttir, sviðsstjóri eignastýringar LSR, birti í vikunni grein um sýn LSR á fjárfestingarstarfsemi sjóðsins, umboðsskyldu hans og verklag. Þar er meðal annars fjallað um mikilvægi þess að líta til sjálfbærni í rekstri og nýtingu auðlinda þegar horft er til lengri tíma í fjárfestingum.

Breytingar á útgreiðslureglum séreignar
7. mars 2025
Frá og með 1. apríl næstkomandi verða útborgunardagar Séreignar LSR tveir fastir dagar í hverjum mánuði, 1. og 15. dagur mánaðarins.

Vextir óverðtryggðra lána lækka í 8,5%
12. febrúar 2025
Vextir óverðtryggðra lána LSR lækka um 0,5 prósentustig, úr 9,0% í 8,5%, frá og með miðvikudeginum 12. febrúar 2025. Vextir óverðtryggðra sjóðfélagalána hjá LSR eru fastir í 36 mánuði í senn.

Launamiðar eftirlauna- og lífeyrisþega fyrir 2024 gefnir út
20. janúar 2025
LSR hefur nú lokið skilum á launamiðum eftirlauna- og lífeyrisþega til RSK. Skil á launamiðum ná til allra sjóðfélaga sem fengu eftirlauna- eða lífeyrisgreiðslur á árinu 2024 úr A-deild, B-deild og Séreign LSR og einnig ESÚÍ (Eftirlaunasjóði starfsmanna Útvegsbanka Íslands) og sjóðunum LA og LR.

Séreignargreiðslur áfram leyfðar inn á fasteignalán
10. janúar 2025
Heimild til skattfrjálsrar nýtingar séreignarsparnaðar inn á höfuðstól fasteignalána var fyrir skömmu framlengd og gildir hún nú út árið 2025. Hafi heimildin verið nýtt á síðasta ári þarf ekki að sækja sérstaklega um áframhaldandi nýtingu.

Spennandi starf á lífeyrissviði LSR
8. janúar 2025
LSR leitar nú að metnaðarfullum og jákvæðum starfskrafti í stöðu sérfræðings á lífeyrissviði. Í starfinu felst bæði aðstoð við sjóðfélaga og þátttaka í umbótaverkefnum sjóðsins.

Opnunartími yfir jól og áramót
19. desember 2024
Skrifstofa og símaþjónusta LSR verður lokuð á almennum frídögum yfir jól og áramót. Fyrsta vinnudag eftir jól og áramót hefst þjónusta sjóðsins kl. 10:00, klukkutíma síðar en venjulega.

Nýr vefur og Mínar síður
3. desember 2024
LSR hefur nú sett í loftið nýjan vef og Mínar síður hér á lsr.is. Vefurinn hefur verið endurhannaður frá grunni með það fyrir augum að einfalda upplýsingagjöf og bæta þjónustu við sjóðfélaga.

Hver á hvað og hvenær?
17. nóvember 2024
Harpa Jónsdóttir, framkvæmdastjóri LSR, skrifaði fyrir skömmu tvær greinar á Innherja á Vísi þar sem hún fjallaði um jafnræði í lífeyrismálum í tengslum við aðgerðir lífeyrissjóða vegna hækkandi lífaldurs. Hér má lesa síðari greinina.

Breytingar á vöxtum fasteignalána
15. nóvember 2024
Frá og með 15. nóvember breytast vextir á nýjum fasteignalánum LSR. Vextir óverðtryggðra lána lækka um 0,5% og vextir verðtryggðra lána hækka um 0,2%.