Um sjóðinn

LSR er traustur sjóður og örugg samfylgd fyrir opinbera starfsmenn í yfir 100 ár.

Gluggafoss

LSR er elsti lífeyrissjóður landsins, en upphaf sjóðsins má rekja aftur til ársins 1919 þegar fyrsti eiginlegi lífeyrissjóðurinn varð til hér á landi þann 28. nóvember það ár. LSR hefur því starfað í rúmlega 100 ár.

Á 100 árum hefur LSR færst frá því að vera lífeyrissjóður fyrir embættismenn í að vera stærsti lífeyrissjóður landsins í eignum talið.

LSR skiptist í þrjár deildir:

  • A-deild var stofnuð í ársbyrjun 1997 og tekur á móti nýjum sjóðfélögum að uppfylltum aðildarskilyrðum.
  • B-deild er eldra réttindakerfi sjóðsins. B-deildinni var lokað fyrir nýjum sjóðfélögum á sama tíma og A-deildin tók til starfa. Lífeyrissjóður hjúkrunarfræðinga sameinaðist B-deild 01.01.2018.
  • Séreign LSR hefur verið starfrækt frá ársbyrjun 1999 og tekur hún við og ávaxtar viðbótarlífeyrissparnað sjóðfélaga.
  • LSR annast einnig umsýslu fyrir ESÚÍ.