Innlent eignasafn LSR

Metið út frá umhverfis-, félagsþáttum og stjórnarháttum (UFS)

Mikilvægur þáttur í því að fylgja eftir sjálfbærnistefnu er að greina UFS-upplýsingar og birta niðurstöður opinberlega. Í sjálfbærnistefnu hvetur LSR þau félög sem sjóðurinn fjárfestir í til að sýna gagnsæi og skýra frá því með opinberum hætti hvernig starfsemi félaganna samræmist viðurkenndum viðmiðum hvað varðar t.d. sjálfbæran rekstur. Hlutverk LSR sem fjárfestis er að greina þessar upplýsingar fyrir einstakar fjárfestingar og eignasafnið í heild sinni og skoða árangur af fjárfestingarstarfseminni. 

UFS-mat innlendra eigna

Innlent eignasafn LSR er metið út frá svonefndum UFS-þáttum.

Umhverfisþættir snúa að því hvernig fyrirtæki gætir að umhverfislegum áhrifum starfsemi sinnar. 

Félagsþættir snúa t.d. að því hvernig fyrirtæki kemur fram við starfsfólkið sitt, birgja, viðskiptavini og samfélagið sem það starfar í. 

Stjórnarhættir snúa t.d. að stjórnun fyrirtækja, starfskjörum, innra eftirliti og réttindum hluthafa. 

UFS-mat veitir yfirsýn yfir hvernig félög standa sig varðandi sjálfbærni í rekstri og hvaða UFS-áhættur kunna að vera í starfseminni. UFS-einkunn félaga í eignasafni LSR byggir á UFS-mati frá Reitun hf. sem byggir mat sitt bæði á opinberum upplýsingum og fundum með forsvarsmönnum félaga. Félögum eru gefin stig fyrir umhverfismál, félagsleg mál og stjórnarhætti á skalanum 0 til 100, þar sem 100 er hæsta einkunn. Á grafinu fyrir neðan má sjá samanburð innlends eignasafns LSR á milli ára  m.v. eignastöðu 31. desember ár hvert, eftir einkunnagjöf félaga í eignasafninu.

1


Einkunnaskali

Félögum í eignasafni er gefin einkunn frá A1-D, þar sem A1 er hæsta mögulega einkunn og D sú lægsta. 

UFS-Einkunn

Neðri mörk

Efri mörk

A1 97 100
A2 92 96

A3

Arion banki hf., ÍL-sjóður, Kvika banki hf., Landsbankinn hf., Orkuveita Reykjavíkur, Ríkissjóður.

86 91

B1

Íslandsbanki hf., Marel hf., Reginn hf., Vátryggingafélag Íslands hf., Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf.

 

80 85

B2

Akureyrarbær, Alvotech S.A., Bláa lónið, Brim hf., Búseti húsnæðissamvinnufélag, Byggðastofnun, Eimskipafélag Íslands hf., Festi hf., Hampiðjan hf., HS orka hf., Kópavogsbær, Landsnet hf., Lánasjóður sveitarfélaga ohf., Rarik ohf., Reitir fasteignafélag hf., Reykjavíkurborg, Sjóvá-Almennar tryggingar hf., Sýn hf., Össur hf.

70 79

B3

Eik fasteignafélag ehf., Félagsbústaðir hf., Hagar hf., HS Veitur hf., Icelandair Group hf. Íslandshótel hf., Síldarvinnslan hf., Síminn hf., Sveitarfélagið Árborg.

60 69

C1

Iceland Seafood International hf. 

50 59

C2

Almenna leigufélagið ehf., Nova klúbburinn hf.

 

40 49
C3 30 39
D

 

0 29

Sundurliðun stiga í UFS-þætti

Sé einkunnagjöf í innlendu eignasafni LSR dregin saman má sjá að heildareinkunn safnsins er 80 af 100 mögulegum, sem er hækkun um eitt stig á milli ára. Það er mismunandi hversu mikið umhverfisþættir, félagsþættir og stjórnarhættir vega hjá hverju og einu undirliggjandi félagi. Í töflunni hér fyrir neðan má sjá sundurliðun einkunnar niður í umhverfisþætti, félagsþætti og stjórnarhætti.