Get ég nýtt mér Séreign LSR?

Reglur um aðild að Séreign LSR eru rúmar og er í flestum tilvikum nóg að hafa einhverja tengingu við LSR eða þau aðildarfélög sem greiða til sjóðsins til að geta safnað í Séreign LSR. Við hvetjum þig til að sækja um aðild að Séreign á Mínum síðum og við munum svo hafa samband við þig til að ganga frá skráningunni.

Ef þú greiðir eða hefur einhvern tímann greitt iðgjald til einhverra af sjóðum LSR áttu rétt til aðildar að Séreign LSR. Hið sama gildir um félagsmenn aðildarfélaga BSRB, BHM, KÍ og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. 

Reglurnar eru þannig nokkuð rúmar og geta þær tekið til allra sem eru á launakjörum opinberra starfsmanna sem og starfsmanna ýmissa sjálfseignarstofnana, sveitarfélaga og menningar- og uppeldisstofnana.

Ef þú hefur frekari spurningar varðandi aðildarskilyrði getur þú sent okkur tölvupóst á netfangið idgjold@lsr.is, en einfaldast er að senda inn umsókn. Það tekur einungis örfáar mínútur, og við höfum svo samband í kjölfarið ef spurningar vakna eða til að ganga frá samningum um séreignarsparnað.

Flýtileiðir