Maka- og barnalífeyrir
Trygging við fráfall sjóðfélaga
Í A-deild á eftirlifandi maki á rétt á makalífeyri í 5 ár. Börn virkra sjóðfélaga eiga rétt á barnalífeyri til 22 ára aldurs.
Makalífeyrir
- Eftirlifandi maki eða sambúðaraðili sjóðfélaga á rétt á makalífeyri úr A-deild.
- Fjárhæð fer eftir áunnum réttindum sjóðfélaga. Fullur makalífeyrir er helmingur af áunnum réttindum hins látna og greiðist hann í þrjú ár. Hálfur makalífeyrir greiðist í tvö ár til viðbótar.
- Maki kann jafnframt að eiga rétt á framreikningi. Þá er reiknað með þeim réttindum sem sjóðfélagi hefði áunnið sér ef hann hefði greitt iðgjald til 65 ára aldurs.
- Hafi eftirlifandi maki börn sín og hins látna á framfæri er fullur makalífeyrir greiddur þar til yngsta barnið nær 22 ára aldri.
- Sé eftirlifandi maki með a.m.k. 50% örorku skal greiddur fullur makalífeyrir meðan sú örorka varir, enda sé eftirlifandi maki yngri en 67 ára við fráfall sjóðfélaga.
- Réttur til makalífeyris fellur niður, ef makinn gengur í hjónaband á ný eða stofnar til sambúðar sem jafna má til hjúskapar, en gengur aftur í gildi ef síðara hjónaband er slitið án réttar til lífeyris.
Barnalífeyrir
- Börn virkra sjóðfélaga eiga rétt til barnalífeyris falli sjóðfélagi frá eða fái greiddan örorkulífeyri.
- Barnalífeyrir úr A-deild sjóðsins er greiddur til 22 ára aldurs.
- Miðað er við að sjóðfélagi hafi greitt iðgjald í sjóðinn í a.m.k. sex mánuði af undanfarandi tólf mánuðum fyrir andlát eða orkutap, eða að hann hafi notið örorkulífeyris úr sjóðnum í þennan tíma.
- Barnalífeyrir greiðist framfæranda barnsins til 18 ára aldurs, en eftir það til barnsins.
- Fullur mánaðarlegur barnalífeyrir vegna andláts er kr. 36.297 í nóvember 2024.
Fullur mánaðarlegur barnalífeyrir vegna örorku er kr. 27.223 í nóvember 2024.
Flýtileiðir
- Stafræn umsókn um lífeyri Krefst rafrænna skilríkja í síma