Rafræn skil til LSR

LSR tekur ekki við skilagreinum á pappír.

Hægt er að skila skilagreinum rafrænt til LSR á eftirfarandi vegu

1. Rafræn XML-skrá send úr launakerfi

  • Sjóðurinn getur tekið við XML skrám í A-deild, B-deild og Séreign LSR.
  • Til að óska eftir aðgangi þarf aðili með fjármálalegt umboð fyrir fyrirtækið að hafa samband við iðgjaldadeild LSR á netfangið: idgjold@lsr.is. Upplýsingar um nafn og kennitölu launagreiðanda skulu fylgja beiðninni.
  • Skrá þarf innheimtuaðila í launakerfi til að virkja XML skil. Innheimtuaðili vegna XML skila til LSR er 1650 Lífeyrissj. starfsmanna ríkisins kt. 430269-6669.

2. Textaskrá send úr launakerfi sem viðhengi í tölvupósti (.txt).

Hér má finna færslulýsingu fyrir rafræn .txt skil til LSR.


3. Skil í gegnum launagreiðendavef LSR

  • Hægt er að nálgast stöðu og hreyfingaryfirlit á launagreiðendavef LSR.
  • Hægt er að velja að fá senda kröfu í heimabanka.