Ekki réttur til endurgreiðslu
Hvað þá?
Ef sjóðfélagi er ríkisborgari eða með fasta búsetu innan EES svæðisins, Bandaríkjanna eða Bretlands er óheimilt að endurgreiða iðgjöld við brottflutning frá Íslandi.
Sjóðfélagar í A-deild geta hafið töku eftirlauna hvenær sem er á aldrinum frá 60 til 80 ára. Hér má lesa nánar um fjárhæð og útborgun eftirlauna.
Jafnframt er vakin athygli á því að sjóðfélagi kann að eiga rétt á örorkulífeyri verði hann fyrir starfsorkuskerðingu vegna sjúkdóma eða slysa. Við fráfall sjóðfélaga myndast lífeyrisréttur til maka og barna.
Þegar kemur að töku lífeyris þarf að sækja um greiðslur á sérstökum eyðublöðum sem nálgast má á vef LSR.- Eftirlaun greiðast mánaðarlega ævilangt og eru að jafnaði eftirágreidd.
- LSR greiðir eingöngu inn á íslenskan bankareikning.
- Lífeyrir er greiddur út 1. dag hvers mánaðar. Tekjuskattur reiknast af lífeyrisgreiðslum og hér má sjá nánari upplýsingar um skattlagningu.