32 ára og 95 ára regla
Iðgjaldafríir sjóðfélagar
Einungis er hægt að verða iðgjaldafrír út frá 32 ára eða 95 ára reglu í B-deild.
Sjóðfélagar fá sent bréf áður en regla næst og verða þá að velja milli reglna. Vinnuveitandi fær tilkynningu frá sjóðnum um mánuði áður en valin regla tekur gildi. Sjóðfélagi fær afrit af því bréfi.
Iðgjöldum þeirra, sem náð hafa reglu, skal skila á sér skilagrein og greiðir launagreiðandi 12% af iðgjaldastofni. Vinsamlega athugið að sjóðfélagi verður ekki iðgjaldafrír vegna vaktaálags.
Sérstaða B-deildar
Sjóðfélögum í B-deild LSR gefst tækifæri til þess að auka lífeyrissparnað sinn með því að greiða aukalega af yfirvinnulaunum í séreignarsjóð.
Heimilt er að greiða aukalega af yfirvinnulaunum að hámarki 4% fyrir þá sjóðfélaga sem enn greiða skylduiðgjald og að hámarki 4% aukalega af heildarlaunum fyrir þá sem eru iðgjaldafríir, til að fullnýta frádrátt frá skattstofni.
LSR vill því benda á að sjóðfélagar sem verða iðgjaldafríir er heimilt að greiða það iðgjald í séreignarsjóð og auka þannig lífeyrissparnað sinn.
SAL númer vegna iðgjaldafrírra réttinda eru:
- 654 B-deild
- 658 B-deild kennarar