Nú geta sjóðfélagar sótt um lífeyri á sjóðfélagavef LSR, en undirrita þarf umsókn með rafrænum skilríkjum. Fyrst um sinn verður hægt að sækja um eftirlaun og senda inn val á reglum. Fleiri umsóknir munu bætast við sjóðfélagavefinn á næstu vikum ásamt því að hægt verður að undirrita samning um séreignarsparnað með rafrænum hætti.
Upplýsingar um lán taka breytingum í dag með nýjum og bættum lánavef. Eins og áður verður hægt að sjá stöðu lána, greiðslusögu og sækja greiðsluseðla. Meðal nýjunga á vefnum er að nú er hægt að greiða inn á lán, greiða upp lán og gera reglubundinn umframgreiðslusamning með öruggari og einfaldari hætti fyrir lántaka.