Fréttir og tilkynningar

Morgunverðarfundur í tilefni 100 ára afmælis LSR
28. nóvember 2019
Það hafa orðið stórfelldar breytingar á íslensku samfélagi síðustu 100 árin og er líklegt að alþjóðavæðingin muni knýja stærstu breytingar næstu 100 árin - við munum fara úr því að búa í landi yfir í að búa í heimi. Þetta er á meðal þess sem kom fram á þéttsetnum morgunverðarfundi LSR á Hilton Reykjavík Nordica í dag í tilefni af 100 ára afmæli sjóðsins.

Harpa Jónsdóttir nýr framkvæmdastjóri LSR
22. ágúst 2019
Harpa Jónsdóttir hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra LSR af Hauki Hafsteinssyni. Harpa er með BS-gráðu í stærðfræði frá Háskóla Íslands og meistara- og doktorspróf í verkfræði frá Tækniháskóla Danmerkur með tímaraðagreiningu, tölfræði og vatnafræði sem sérsvið. Hún var áður framkvæmdastjóri fjármálastöðugleikasviðs Seðlabanka Íslands.

Afkoma LSR á árinu 2018
4. apríl 2019
Ávöxtun á verðbréfamörkuðum var sveiflukennd á árinu 2018. Talsverðar sveiflur voru á gengi innlendra og erlendra hlutabréfa og einnig á gengi íslensku krónunnar. Verðbréfamarkaðir lækkuðu skarpt í desember og hafði það eðlilega áhrif á ávöxtun LSR á árinu. Þær lækkanir sem urðu á mörkuðum í desember hafa komið til baka í upphafi ársins 2019 og gott betur.

Haukur Hafsteinsson hættir sem framkvæmdastjóri LSR
1. mars 2019
Haukur Hafsteinsson lætur af störfum sem framkvæmdastjóri LSR - Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins snemma í sumar. Hann tilkynnti þetta á starfsmannafundi í morgun en hafði áður gert stjórn sjóðsins grein fyrir ákvörðun sinni.

Nýtt á sjóðfélagavef LSR – rafrænar umsóknir og nýr lánavefur
29. janúar 2019
Rafrænar umsóknir um lífeyri verða að veruleika í dag ásamt því að nýr lánavefur hefur verið settur í loftið.