Markmið jafnlaunakerfis er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði. Með slíku kerfi koma fyrirtæki og stofnanir sér upp stjórnkerfi sem tryggir að málsmeðferð og ákvörðun í launamálum byggist á málefnalegum sjónarmiðum og feli ekki í sér kynbundna mismunun.
Jafnréttisáætlun sjóðsins kveður á um að ekki skuli vera óútskýrður munur á launum kynjanna umfram +/- 2,5%. Við vottunarferlið er gerð sérstök launagreining til að kanna hvort slíkur munur sé til staðar og reyndist LSR vera vel innan þessara vikmarka. Ekki þurfti því að grípa til sérstakra ráðstafana til leiðréttinga í kjölfar úttektarinnar.
Samkvæmt jafnlaunastefnu LSR verður slík úttekt gerð árlega hér eftir og verður því ríkt aðhald með að starfsemi LSR verði ávallt í samræmi við jafnlaunakerfið.
Hjá LSR starfa nú 56 starfsmenn, 45 konur og 11 karlar.