Fréttir og tilkynningar
LSR tekur þátt í 580 milljarða fjárfestingu í umhverfisvænum verkefnum
2. nóvember 2021
LSR er einn þrettán íslenskra lífeyrissjóða sem ætla að fjárfesta fyrir 4,5 milljarða bandaríkjadala (um 580 milljarða króna) í verkefnum sem tengjast hreinni orku og öðrum umhverfisvænum lausnum fram til ársins 2030.
LSR hlýtur viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar
18. október 2021
LSR er í hópi þeirra sem hljóta viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar árið 2021, en alls fá 53 fyrirtæki, sveitarfélög og stofnanir viðurkenninguna í ár. Viðurkenningin er veitt þeim þátttakendum í verkefninu sem hafa náð að jafna hlutfall kynja í efsta lagi stjórnunar.
Veruleg stytting á afgreiðslutíma lána
30. september 2021
Innleiðing rafrænna lausna og tenging við sjálfvirkt greiðslumat hefur m.a. leitt til þess að afgreiðslutími lána hefur styst umtalsvert hjá LSR. Nú eru lánsumsóknir afgreiddar innan við 5 virka daga og ef öll gögn liggja fyrir þegar umsóknir berast er í mörgum tilvikum hægt að afgreiða þær ýmist samdægurs eða deginum eftir móttöku.
Góð ávöxtun í alþjóðlegum samanburði
24. september 2021
Reglulega kemur upp umræða um hvernig íslenskum lífeyrissjóðum gengur að ávaxta fjármuni sjóðfélaga. Í ársskýrslu LSR fyrir árið 2020 má sjá að ávöxtun sjóðsins á erlendum verðbréfamörkuðum var nokkuð umfram meðalávöxtun.
LSR fær jafnlaunavottun
16. september 2021
LSR hefur að undanförnu unnið að innleiðingu jafnlaunakerfis í starfsemi sinni og í vikunni fékk sjóðurinn jafnlaunavottun frá iCert um að kerfið og starfsemi sjóðsins sé í samræmi við kröfur jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012.
Skipting ellilífeyris milli hjóna
26. ágúst 2021
Reglulega skapast umræða um skiptingu ellilífeyris milli hjóna. Ýmsir kostir eru í stöðunni fyrir sjóðfélaga og getur það verið mjög mismunandi eftir aðstæðum hvaða leið hentar hverjum og einum.
Sterkari staða lífeyrissjóðanna
22. júní 2021
Úttekt sem Seðlabanki Íslands gerði nýlega um lífeyrissjóðina sýnir að staða þeirra styrktist enn frekar á síðasta ári og nam lífeyrissparnaður landsmanna 206% af vergri landsframleiðslu í árslok. Úttektin sýnir einnig að séreignarsparnaður lífeyrissjóðanna er ákjósanlegur kostur í samanburði við séreignarsparnað annarra vörsluaðila vegna lágra fjárfestingargjalda og góðrar sögulegrar ávöxtunar.
Ný þjónustunetföng LSR
27. janúar 2021
Ný þjónustunetföng hafa nú verið tekin í notkun hjá LSR, annars vegar vegna lánamála og hins vegar vegna lífeyrismála. Þetta er gert með það fyrir augum að auka skilvirkni og yfirsýn auk þess að gæta að persónuvernd og aðgreiningu verkefna.