Fara á efnissvæði
Mínar síður
Fréttayfirlit

Halla Kristjánsdóttir ráðin sviðsstjóri eignastýringar LSR

6. september 2022

Halla Kristjánsdóttir hefur verið ráðin sviðsstjóri eignastýringar LSR. Halla hefur yfirgripsmikla þekkingu af starfsemi LSR, en hún hóf störf á eignastýringarsviði sjóðsins árið 2006 og hefur síðan þá sinnt ýmsum störfum innan LSR. Halla tekur við stöðunni af Birni Hjaltested Gunnarssyni sem lét af störfum í sumar.

Undanfarin ár hefur Halla gegnt stöðu sjóðsstjóra erlendra fjárfestinga í eignastýringu LSR. Áður hafði hún verið sjóðsstjóri erlendra framtakssjóða og sjóðsstjóri Séreignar LSR ásamt því að taka þátt í stefnumótun og verkefnastjórnun innan sviðsins. Halla situr jafnframt í hluthafaráðum fagfjárfestasjóða og sinnti um árabil dæmatímakennslu í viðskiptadeild HR.

Halla er með B.s. gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og M.sc. gráðu í fjármálum frá Boston College, Carroll Graduate School of Management. Hún hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.