Fréttir og tilkynningar
Fyrrverandi forseti Mannréttindadómstóls Evrópu staðfestir niðurstöður
7. desember 2022
Róbert R. Spanó, fyrrverandi forseti Mannréttindadómstóls Evrópu, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands og gestaprófessor við lagadeild Oxford háskóla í Bretlandi, staðfestir niðurstöður LOGOS lögmannsþjónustu, varðandi málefni ÍL-sjóðs. Þetta kemur fram í álitsgerð Róberts sem íslenskir lífeyrissjóðir hafa fengið í hendur.
Afar sterk lagaleg staða lífeyrissjóða vegna fyrirhugaðra slita ÍL-sjóðs
24. nóvember 2022
Fyrirhuguð lagasetning fjármálaráðherra um gjaldþrot eða sambærileg skuldaskil ÍL-sjóðs fer í bága við stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. Þetta er meðal þess sem efnislega kemur fram í lögfræðiáliti LOGOS sem unnið var fyrir íslenska lífeyrissjóði og kynnt var á fundi þeirra í gær. Er í áliti LOGOS vitnað til þess að slíkt inngrip fæli í sér eignarnám eða annars konar skerðingu eignarréttinda sem færi í bága við stjórnarskrá og skapaði íslenska ríkinu bótaskyldu gagnvart skuldabréfaeigendum.
Engar skerðingar vegna greiðslna úr Séreign LSR
22. september 2022
Vegna umræðu um breytingar á lögum um lífeyrissjóði sem taka munu gildi um næstu áramót er rétt að taka fram að þessar lagabreytingar hafa engin áhrif á Séreign LSR. Greiðslur úr Séreign LSR munu eftir sem áður ekki leiða til skerðinga á greiðslum Tryggingastofnunar.
Halla Kristjánsdóttir ráðin sviðsstjóri eignastýringar LSR
6. september 2022
Halla Kristjánsdóttir hefur verið ráðin sviðsstjóri eignastýringar LSR. Halla hefur yfirgripsmikla þekkingu af starfsemi LSR, en hún hóf störf á eignastýringarsviði sjóðsins árið 2006 og hefur síðan þá sinnt ýmsum störfum innan LSR. Halla tekur við stöðunni af Birni Hjaltested Gunnarssyni sem lét af störfum í sumar.
10% hrein raunávöxtun 2021 og fjárfestingartekjur aldrei meiri
7. apríl 2022
Hreinar fjárfestingartekjur LSR námu um 181 milljarði króna á árinu 2021, sem eru mestu fjárfestingartekjur á einu ári í sögu sjóðsins. Hrein raunávöxtun LSR var 10% á árinu og er þetta þriðja árið í röð sem raunávöxtun sjóðsins er 10% eða meiri. Síðastliðin 5 ár hefur raunávöxtun sjóðsins verið að meðaltali 8,3%. Í árslok nam hrein eign sjóðsins rétt um 1.347 milljörðum króna.