Fara á efnissvæði
Mínar síður
Fréttayfirlit

Afkoma LSR á árinu 2018

4. apríl 2019

Ávöxtun á verðbréfamörkuðum var sveiflukennd á árinu 2018. Talsverðar sveiflur voru á gengi innlendra og erlendra hlutabréfa og einnig á gengi íslensku krónunnar. Verðbréfamarkaðir lækkuðu skarpt í desember og hafði það eðlilega áhrif á ávöxtun LSR á árinu. Þær lækkanir sem urðu á mörkuðum í desember hafa komið til baka í upphafi ársins 2019 og gott betur.

Í þessu ljósi var afkoma ársins 2018 vel ásættanleg. Tekjur af fjárfestingum sjóðsins námu 46,1 milljarði króna. Nafnávöxtun LSR var 5,6% sem svarar til 2,1% hreinnar raunávöxtunar. Meðaltal hreinnar raunávöxtunar LSR síðustu fimm árin var 4,7%. Heildareignir LSR voru 872,8 milljarðar króna í árslok 2018.

Góð eigna- og áhættudreifing er í verðbréfasafni LSR. Í árslok 2018 voru 54,9% af eignum sjóðsins í skuldabréfum, þar af 28,2% í skuldabréfum með ríkisábyrgð, 23,3% í hlutdeildarskírteinum verðbréfasjóða, 12,3% í hlutabréfum, 5% í hlutdeildarskírteinum sjóða um sameiginlega fjárfestingu og 4,6% í innlánum. Eignir í erlendum gjaldmiðlum voru 30,5% í árslok.

Á árinu 2018 fengu að meðaltali 23.805 sjóðfélagar eða makar þeirra lífeyrisgreiðslur frá sjóðnum, samtals 57,8 milljarða króna. Að meðaltali greiddu 31.703 sjóðfélagar iðgjald til sjóðsins á árinu, samtals að fjárhæð 33,8 milljarða króna.

 

Fréttabréf 2019