Ávöxtun
Markmið LSR er að tryggja góða ávöxtun til lengri tíma, en jafnframt takmarka áhættu eins og kostur er með vel dreifðu eignasafni.
Nafnávöxtun LSR á árinu 2023 var 9,2%. Hrein raunávöxtun, þ.e. þegar rekstrarkostnaður hefur verið dreginn frá hreinum fjárfestingartekjum, var 1,0% en var -12,9% á árinu 2022.
Meðaltal hreinnar raunávöxtunar LSR síðustu fimm ára er 4,0% og meðaltal síðustu tíu ára er 4,4%.
Ávöxtun og eignasamsetning 2023 |
A-deild |
B-deild |
Séreign Leið I |
Séreign Leið II |
Séreign Leið III |
LSR |
---|---|---|---|---|---|---|
Nafnávöxtun | 9,0% | 9,9% | 11,0% | 8,2% | 8,8% | 9,2% |
Hrein raunávöxtun | 0,9% | 1,5% | 2,7% | 0,1% | 0,7% | 1,0% |
Fimm ára meðaltal hreinnar raunávöxtunar | 4,1% | 3,7% | 4,4% | 1,7% | 0,6% | 4,0% |
Tíu ára meðaltal hreinnar raunávöxtunar | 4,4% | 4,2% | 4,1% | 2,7% | 1,3% | 4,4% |