Fara á efnissvæði
Mínar síður

Upplýsingagjöf vegna áhættu tengdri sjálfbærni (SFDR)

Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/2088 („SFDR reglugerðin“ eða „SFDR“) hefur verið innleidd í íslenskan rétt með lögum um upplýsingagjöf um sjálfbærni á sviði fjármálaþjónustu og flokkunarkerfi fyrir sjálfbærar fjárfestingar. SFDR reglugerðinni er ætlað að tryggja samræmdar upplýsingar um hvernig aðilar á fjármálamarkaði meta áhættu tengda sjálfbærni og hvernig taka eigi tillit til helstu neikvæðra áhrifa sjálfbærniþátta við fjárfestingarákvarðanir. Markmið reglugerðarinnar er að auka gagnsæi fyrir fjárfesta og draga úr ósamræmi í upplýsingagjöf.

3. grein - samþætting sjálfbærniáhættu í ákvarðanatökuferli fjárfestinga

SFDR reglugerðin skilgreinir áhættu tengda sjálfbærni sem atvik eða ástand á sviði umhverfismála, félagsmála eða stjórnarhátta, sem gæti, ef upp kemur, haft veruleg, neikvæð áhrif á virði fjárfestingar.

LSR hefur gefið út yfirlýsingu í samræmi við 3. grein SFDR þar sem sjóðurinn lýsir því hvernig áhætta tengd sjálfbærni er felld inn í fjárfestingarákvörðunarferlið. 

4. grein - neikvæð áhrif fjárfestingaákvarðana á sjálfbærniþætti (e. Principal Adverse Impact, PAI, on sustainability factors)

SFDR reglugerðin skilgreinir sjálfbærniþætti sem umhverfis-, félags- og starfsmannatengd mál, virðingu fyrir mannréttindum og mál sem varðabaráttu gegn spillingu og mútum. Með helstu neikvæðu áhrifum er almennt átt við þau neikvæðu áhrif sem fjárfestingarákvörðun getur haft á ofangreinda þætti.

LSR hefur gefið út yfirlýsingu í samræmi við 4. grein SFDR sem lýsir því hvernig og hvort LSR tekur tillit til helstu neikvæðu áhrifa (PAI) fjárfestingarákvarðana á sjálfbærniþætti.

Samþætting sjálfbærniáhættu í starfskjarastefnu

Horft er til áhættu tengda sjálfbærni í starfskjarastefnu LSR en starfskjarastefnan skal samræmast langtímahagsmunum sjóðfélaga og styðja við áherslur sjóðsins á sjálfbærni.