Iðgjöld og ávinnsla
Í B-deild
Iðgjald til B-deildar er 12%. Þú greiðir 4% og launagreiðandi 8%.
Iðgjald skal greiða af dagvinnulaunum, persónuuppbót, orlofsuppbót og vaktaálagi vegna reglubundinna vakta, ekki bakvakta eða aukavakta. Iðgjöld skal einnig greiða af biðlaunum og veikindalaunum.
Sérákvæði gilda fyrir kennara.
Þú þarft að vera í að minnsta kosti 50% starfi til að geta greitt iðgjald í B-deildina. Ekki á að greiða iðgjald til B-deildar af lægra starfshlutfalli.
Fyrir 100% starf ávinnur þú þér 2% réttindi á ári og hlutfallslega minna fyrir lægra starfshlutfall.