Aðildarskilyrði
Getur þú greitt iðgjöld í B-deild?
B-deild hefur verið lokuð fyrir nýjum sjóðfélögum frá árslokum 1996.
Til að uppfylla aðildarskilyrði þarft þú að starfa hjá launagreiðanda sem hefur aðild að B-deild LSR og vera ráðinn í að minnsta kosti 50% starf með minnst þriggja mánaða uppsagnarfresti. Ef um tímabundna ráðningu er að ræða má hún ekki vera til skemmri tíma en eins árs. Hafir þú misst aðild að B-deild eða ert nýr sjóðfélagi greiðir þú til A-deildar.
Falli iðgjaldagreiðslur þínar niður lengur en í 12 mánuði hefur þú ekki rétt til áframhaldandi aðildar að B-deild. Hins vegar hafi iðgjaldagreiðslur fallið niður í lengri tíma en 12 mánuði, án þess þó að formlegu ráðningarsambandi þínu og launagreiðanda hafi verið slitið, er heimilt að greiða iðgjald til B-deildar.