Erlendir ríkisborgarar

Vinsamlega athugið að reglur um endurgreiðslur eru mismunandi á milli lífeyrissjóða

Erlendir ríkisborgarar sem flytjast af landi brott eiga þess kost að fá endurgreidd iðgjöld sem þeir hafa greitt í íslenskan lífeyrissjóð. Þetta á ekki við ef sjóðfélagi er ríkisborgari og/eða er með fasta búsetu í einhverju eftirtalinna landa: 

  • EFTA-löndin: Ísland, Liechtenstein og Noregur auk Sviss (ekki aðili að EES).
  • ESB-löndin: Austurríki – Belgía – Búlgaría – Danmörk – Eistland – Finnland – Frakkland – Grikkland – Holland – Ítalía – Írland - Króatía - Kýpur (gríski hlutinn) – Lúxemborg – Lettland – Litháen – Malta – Portúgal – Pólland – Rúmenía – Slóvakía – Slóvenía – Spánn – Svíþjóð – Tékkland – Ungverjaland – Þýskaland.

Hafi sjóðfélagi átt ríkisfang innan EES svæðisins meðan greiðslur fóru fram eða verið með tvöfalt ríkisfang, annað innan EES svæðisins, á hann ekki rétt á endurgreiðslu iðgjalda.

  • Bandaríkin
  • Bretland

Með umsókn um endurgreiðslu skal fylgja:

  • staðfesting launagreiðanda á starfslokum
  • afrit af vegabréfi
  • afrit eða staðfesting á farseðli
  • upplýsingar um reikningsnúmer sjóðfélaga í íslenskum banka.

Skattalegri meðhöndlun skal háttað samkvæmt þeim reglum sem gilda um greiðslu lífeyris þegar endurgreiðsla á sér stað.

Nauðsynlegt er að skila til sjóðsins staðfestingu um varanlega búsetu í viðkomandi landi. Staðfestingin skal skilast inn a.m.k. þremur mánuðum eftir dagsetningu umsóknar. Séu öll gögn fullnægjandi fer endurgreiðsla fram þegar staðfestingin hefur borist sjóðnum.

Flýtileiðir

  • English version