Stjórn LSR
Stjórn LSR er skipuð átta einstaklingum. Fjármálaráðherra skipar fjóra, stjórn BSRB skipar tvo, stjórn BHM skipar einn og stjórn KÍ skipar einn stjórnarmann. Stjórnin er kjörin til þriggja ára í senn.
Núverandi stjórn LSR var skipuð í janúar 2024. Þann 31. janúar 2024 var Guðrún Ögmundsdóttir kjörin formaður stjórnar og Magnús Þór Jónsson varaformaður.
Stjórn LSR skipa:
- Guðrún Ögmundsdóttir, formaður stjórnar | skipuð af fjármála- og efnahagsráðherra
- Magnús Þór Jónsson, varaformaður stjórnar | skipaður af stjórn KÍ
- Árni Stefán Jónsson | skipaður af stjórn BSRB
- Jökull Heiðdal Úlfsson | skipaður af fjármála- og efnahagsráðherra
- Ólafur Hvanndal Ólafsson | skipaður af fjármála- og efnahagsráðherra
- Ragnhildur Jónsdóttir | skipuð af fjármála- og efnahagsráðherra
- Sonja Ýr Þorbergsdóttir | skipuð af stjórn BSRB
- Unnur Berglind Friðriksdóttir | skipuð af stjórn BHM
Varastjórn og nefndir
Átta eru í varastjórn LSR. Þá eru einnig starfræktar endurskoðunarnefnd og starfsnefnd um framkvæmd eftirmannsreglu.
-
Skipuð af fjármálaráðherra:
- Drífa Kristín Sigurðardóttir
- Óttar Snædal Þorsteinsson
- Viðar Helgason
- Þórdís Steinsdóttir
Frá BSRB:
- Fjölnir Sæmundsson
- Guðrún Árnadóttir
Frá BHM:
- Georg Brynjarsson
Frá KÍ:
- Oddur Jakobsson
-
Stjórn LSR skipar þrjá einstaklinga í endurskoðunarnefnd:
- Anna Birgitta Geirfinnsdóttir, formaður
- Árni Stefán Jónsson
- Viðar Helgason
-
Starfsnefndin er skipuð af stjórn LSR og samanstendur af sjö einstaklingum. Tveir eru tilnefndir af fulltrúum fjármálaráðherra, einn er tilnefndur af fulltrúum BSRB, einn er tilnefndur af fulltrúa BHM, einn er tilnefndur af fulltrúa KÍ, einn er tilnefndur af Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga og jafnframt er framkvæmdastjóri LSR í nefndinni.
- Björn Rögnvaldsson
- Georg Brynjarsson
- Hannes Þorsteinsson
- Harpa Ólafsdóttir
- Helga Jóhannesdóttir
- Jakobína Þórðardóttir
- Vala Rebekka Þorsteinsdóttir
-
- Grant Thornton endurskoðun ehf. sér um endurskoðun á ársreikningi LSR.
- Deloitte ehf. annast innri endurskoðun á starfsemi sjóðsins.