Lykiltölur LSR 2023
Hrein eign til greiðslu lífeyris
1.405
milljarðar kr. í árslok
Útgreiddur lífeyrir
93,6
milljarðar kr.
Meðalfjöldi virkra sjóðfélaga
31.388
Meðalfjöldi lífeyrisþega
24.632
Sjóðurinn í hnotskurn
LSR er rekinn í þremur deildum. A-deild, sem var stofnuð 1997, B-deild, sem var lokað fyrir nýjum sjóðfélögum í árslok 1996 og Séreignardeild, sem var stofnuð árið 1999.
A-deild er megindeild sjóðsins, með ríflega 30.000 virka sjóðfélaga, en virkir sjóðfélagar í B-deild eru komnir undir 1.000 og fækkar ár frá ári.
A-deild er rekin með sambærilegum hætti og aðrir íslenskir lífeyrissjóðir, en B-deild er rekin samkvæmt eldra fyrirkomulagi þar sem ríkisábyrgð er á lífeyrisréttindum.
Fjöldi sjóðfélaga
A-deild LSR er enn í uppbyggingarfasa og því eru virkir sjóðfélagar talsvert fleiri en lífeyrisþegar. Svipaða sögu má segja um Séreign LSR. Þessu er hins vegar öfugt farið í B-deildinni, þar sem lífeyrisþegar eru í miklum meirihluta.
Greiðslur til sjóðfélaga
Á árinu 2023 greiddi LSR samtals út ríflega 93 milljarða króna í eftirlauna- og lífeyrisgreiðslur til sjóðfélaga. Stærstur hluti greiðslnanna rennur til sjóðfélaga í B-deild, en hluti A-deildar fer jafnt og þétt vaxandi eftir því sem lengra líður frá stofnun hennar árið 1997.
Þar sem fjármögnun B-deildar er með öðrum hætti en A-deildar er stór hluti af lífeyrisgreiðslum deildarinnar fjármagnaður af launagreiðendum, en nánar er fjallað um fyrirkomulag lífeyrisgreiðslna B-deildar í ársskýrslu sjóðsins.
Vinnustaðurinn
Starfsfólk LSR er u.þ.b. 60 talsins, með fjölbreyttan bakgrunn, menntun, aldur og sérhæfingu. Starfsemin fer fram á þremur grunnsviðum, eignastýringar-, lífeyris-, og lánasviði. Stoðsviðin eru tvö: annars vegar fjármálasvið og hins vegar stafræn þróun og rekstur. Að auki er svið áhættustýringar starfrækt undir framkvæmdastjóra.
LSR í yfir 100 ár
Sögu íslenska lífeyriskerfisins má rekja allt til ársins 1855, en fyrsti eiginlegi lífeyrissjóður landsins var þó ekki stofnaður fyrr en árið 1919. Þá tóku gildi lög um stofnun lífeyrissjóðs fyrir embættismenn og varð þá til sjóðurinn sem markaði upphaf starfsemi LSR.