Það jafnast ekkert á við séreign
Séreignarsparnaður er einstakur að því leyti að þegar þú greiðir 2% eða 4% af launum í séreignarsparnað bætir vinnuveitandinn þinn við 2% viðbótargreiðslu í séreignarsjóðinn þinn. Það er peningur sem þú færð ekki nema þú sért með séreignarsparnað. Að auki er sérstakt skattalegt hagræði af því að safna í séreign og því ættu allir að nýta sér þessa frábæru sparnaðarleið.
Séreignarsparnaðurinn er þín einkaeign og verður laus til útgreiðslu að fullu leyti frá 60 ára aldri. Þú velur hvenær og hvernig þú færð séreignina greidda, en margir velja t.d. að dreifa greiðslum á nokkur ár eftir að taka eftirlauna hefst. Greiðslur úr hefðbundnum séreignarsparnaði koma ekki til skerðingar á ellilífeyrisgreiðslum Tryggingastofnunar. Að auki er séreignarsparnaður erfanlegur að fullu ef sjóðfélagi fellur frá.
Af hverju Séreign LSR?
- Góð langtímaávöxtun á séreignarleiðum
- Öflugt eignastýringarteymi
- Persónuleg þjónusta og eftirfylgni
- Enginn upphafskostnaður
- Ekkert hlutfall af iðgjöldum fer í kostnað
- Enginn kostnaður af flutningi milli fjárfestingarleiða
- Engin sölulaun
- Lágur rekstrarkostnaður
Traustur rekstur hjá öflugu teymi
Öflugt eignastýringarteymi sér um að ávaxta eignir séreignarsjóða LSR samhliða öðrum eignum sjóðsins, sem er sá stærsti á landinu. Séreignarsjóðir LSR hafa skilað góðri langtímaávöxtun, en þú getur valið milli þriggja séreignarleiða eftir því hvað hentar þér best.
Leið I
4,1%
Meðalraunávöxtun sl. 10 ár
Leið II
2,7%
Meðalraunávöxtun sl. 10 ár
Leið III
1,3%
Meðalraunávöxtun sl. 10 ár
Tilgreind séreign
3,9%
Raunávöxtun 2023 (fyrsta starfsár tilgreindrar séreignar)
Hentar tilgreind séreign fyrir þig?
Þú getur valið að láta allt að 3,5% af skyldubundnu lífeyrisiðgjaldi þínu renna í tilgreinda séreign, en lækka á móti greiðslur í samtryggingarsjóð. Þannig myndast sjóður sem verður þín einkaeign og eykur jafnframt sveigjanleika við útgreiðslu lífeyris. Með söfnun í tilgreinda séreign lækka hins vegar eftirlauna- og örorkuréttindi og því hentar þessi valkostur ekki öllum.
Hægt er að fá tilgreinda séreign greidda út í jöfnum greiðslum eftir 62 ára aldur fram að 67 ára aldri. Eftir það er sjóðurinn laus til útgreiðslu að öllu leyti eins og þér hentar. Jafnframt er hægt að nýta tilgreinda séreign til að greiða inn á fasteignalán vegna fyrstu íbúðarkaupa.
Tilgreind séreign hjá LSR er góður kostur fyrir þig, því iðgjaldið rennur að fullu leyti í þinn séreignarsjóð. LSR tekur ekkert aukagjald eða fastan hluta af iðgjaldi í þjónustukostnað, auk þess sem ekki eru tekin nein breytingagjöld eða gjöld ef þú vilt hætta að safna í tilgreinda séreign.
Hvað er tilgreind séreign?
- Hluti af lögbundnum lífeyrissparnaði, sem er 15,5% af launum
- Hægt er að láta allt að 3,5 prósentur af 15,5% iðgjaldinu renna í tilgreinda séreign
- Þegar þú greiðir í tilgreinda séreign lækkarðu framlag í samtryggingu á móti
- Tilgreind séreign verður þín einkaeign og því erfanleg
- Hægt að nýta til greiðslu inn á fasteignalán vegna fyrstu íbúðarkaupa
- Greiðslur úr tilgreindri séreign koma til frádráttar greiðslum frá Tryggingastofnun ríkisins