Séreign LSR
Eignastýring LSR sér um ávöxtun eigna samhliða öðrum eignum LSR, stærsta lífeyrissjóðs landsins. Varfærni og reynsla einkennir eignastýringu fjárfestingarleiða Séreignar LSR.
Kostir Séreignar LSR
- Góð langtímaávöxtun.
- Persónuleg þjónusta og eftirfylgni.
- Enginn upphafskostnaður eða hlutfall af iðgjöldum fer í kostnað.
- Enginn kostnaður er af flutningi á milli fjárfestingarleiða.
- Engin sölulaun.
- Lágur rekstrarkostnaður.
Af hverju séreignarsparnaður?
Séreignarsparnaður er bein launahækkun fyrir þig þar sem launagreiðanda ber að greiða kjarasamningsbundið mótframlag við framlag þitt í séreignarsjóð. Framlög berast í formi iðgjalda sem eru allt að 4% af heildarlaunum.
Vegna ákvæða laga um frestun skattlagningar þá er þér heimilt að greiða allt að 4% af heildarlaunum þínum sem iðgjald í séreignarsjóð til viðbótar við skyldubundið 4% iðgjald í lífeyrissjóð.
Þú átt rétt á kjarasamningsbundnu mótframlagi frá launagreiðanda. Kostir séreignarsparnaðar eru því ótvíræðir:
- Skattalegt hagræði myndast þar sem iðgjald er ekki skattlagt við innborgun.
- Fjármagnstekjuskattur er ekki greiddur.
- Ráðstöfun séreignar inn á lán eða til íbúðakaupa.
- Séreign skerðir hvorki barna- né vaxtabætur.
- Sparnaðurinn er séreign sem erfist.
- Úttekt getur hafist við 60 ára aldur og útborgunarreglur eru sveigjanlegar.
- Þægilegt sparnaðarform þar sem launagreiðandi sér um að greiða sparnaðinn til séreignarsjóðs.
- Meira ráðstöfunarfé á eftirlaunaárum.
Mótframlag launagreiðanda, ásamt skattfrestun við innborgun gerir það að verkum að enginn annar sparnaður stenst samanburð við séreignarsparnað.