Séreign LSR og tilgreind séreign

Séreign LSR byggir á traustum grunni LSR. Lögð er áhersla á örugga vörslu séreignarsparnaðar, góða ávöxtun með varfærni í fjárfestingum að leiðarljósi, góða þjónustu við sjóðfélaga og lágan rekstrarkostnað.

Spurt og svarað


Hefðbundin séreign

Séreignarsparnaður er réttur hvers launþega. Rúmar aðildarreglur eru fyrir Séreign LSR og t.d. er aðildin ekki einungis fyrir ríkisstarfsmenn. Að auki getur þú greitt áfram í Séreign LSR þótt þú skiptir um vinnu.

Tilgreind séreign

Tilgreind séreign getur aukið sveigjanleika á efri árum. Með tilgreindri séreign setur þú hluta af skyldubundnu lífeyrisiðgjaldi í séreignarsparnað en minnkar greiðslur í samtryggingu á móti.

Kostir Séreignar LSR

Séreignarsparnaður er bein launahækkun fyrir þig. Mótframlag launagreiðanda, ásamt skattfrestun við innborgun, gerir það að verkum að enginn annar sparnaður stenst samanburð við séreignarsparnað.

Séreign til fasteignakaupa

Hægt er að ráðstafa séreign skattfrjálst inn á húsnæðislán. Þeir sem huga að íbúðakaupum geta fengið séreign útborgaða skattfrjálst upp í fyrstu greiðslu.