Við starfslok
Það er stórt skref að fara á eftirlaun og að mörgu að huga. Best er að hefja undirbúning starfsloka með góðum fyrirvara, leggja mat á fjárhagslega stöðu þína og maka, ef við á, og kanna hvaða réttindi þú átt hjá þínum lífeyrissjóðum.
Við upphaf vinnu
Það er stórt skref að hefja nýja vinnu. Hvort sem þú ert að stíga þín fyrstu skref á vinnumarkaðnum eða ert að skipta um vettvang er gott að taka stöðuna á lífeyrismálunum og meta hvort allt sé ekki eins og það eigi að vera. Hér förum við yfir það helsta sem má hafa í huga.
Fasteignakaup
Kaup á fasteign geta verið flókin og yfirþyrmandi og það sama gildir um endurfjármögnun lána. Hér er farið yfir það helsta sem er gott að hafa í huga við undirbúning lántöku hjá LSR, hvað þarf að vera til staðar og hvernig umsóknarferlið fer fram.
Við andlát
Við andlát sjóðfélaga LSR geta eftirlifandi maki og börn átt rétt á maka- og barnalífeyri, auk þess sem inneign í séreign eða tilgreindri séreign erfist. Að mörgu er að huga og hér er farið yfir það helsta.