Ef þú ert ekki nú þegar að safna í séreign mælum við með að þú byrjir strax að safna. Því fyrr sem þú byrjar, því stærri verður sjóðurinn, sem verður laus til útborgunar eins og þér hentar frá 60 ára aldri.
Þú velur hvar þú safnar séreignarsparnaðinum, en Séreign LSR er góður kostur. Sjóðurinn er alfarið í eigu sjóðfélaga og því fer allur ávinningur af starfsemi sjóðsins beint til sjóðfélaga. Ekki þarf að greiða nein gjöld, upphafskostnað eða breytingakostnað og öll iðgjöld renna þannig óskert í þinn sparnað frá fyrstu greiðslu.
Rekstur séreignarsjóðsins er í höndum reynslumikils eignastýringarteymis LSR sem hefur skilað góðri langtímaávöxtun.
Ef þú varst að greiða í séreign LSR í fyrra starfi og vilt halda því áfram getur þú gert eitthvað af eftirfarandi:
- Fyllt út nýjan séreignarsamning hjá LSR þar sem nýr vinnuveitandi er tilgreindur og LSR sendir þá samninginn á nýjan vinnuveitanda. Þetta er mögulega einfaldasta og fljótlegasta leiðin.
- Ef þú varst að safna í séreign LSR getur þú haft samband við LSR og óskað eftir því að núverandi samningur verði áframsendur á nýjan vinnuveitanda.
- Sagt nýjum vinnuveitanda að þú sért með séreignarsamning við LSR og viljir halda áfram að greiða í hann.
Ef vinnuveitandinn samþykkir að greiða séreignarsparnað án þess að hafa samninginn við höndina munu greiðslur hans í séreignarsjóð LSR fara inn á réttan reikning í þínu nafni.