Fara á efnissvæði
Mínar síður

Skref fyrir skref

Hér finnurðu yfirlit helstu þætti sem vert er að hafa í huga þegar þú byrjar að vinna á nýjum vinnustað þar sem þú munt greiða iðgjöld til LSR. 

Sækja skref sem PDF
  1. Þú ert í góðum höndum hjá LSR, sem er elsti lífeyrissjóður landsins og sá stærsti í eignum talið.

    Hjá LSR vinnurðu þér inn eftirlaunaréttindi sem greidd eru til æviloka, en hægt er að hefja töku eftirlauna allt frá 60 ára aldri.

    Þú öðlast jafnframt réttindi til örorkulífeyris sem geta verið sérstaklega verðmæt ef starfsorka skerðist snemma á starfsævinni.

    Ef þú fellur frá geta maki þinn og börn átt rétt á lífeyrisgreiðslum allt til 22 ára aldurs yngsta barnsins.

  2. Til að gera það skaltu skrá þig inn á Mínar síður.

    Á síðunni „lífeyrir“ sérðu töfluna „Greidd iðgjöld í A-deild LSR“ þar sem allar iðgjaldagreiðslur til sjóðsins birtast.

    Skoðaðu síðustu iðgjaldagreiðslur og kannaðu hvort upphæðin stemmi ekki við launaseðilinn þinn.

    Eðlilegt er að það líði allt að mánuður frá útborgunardegi og þar til iðgjöld eru greidd til sjóðsins.

    Ef greiðslur berast ekki eða ef eitthvað er ekki eins og það á að vera skaltu hafa samband við launagreiðanda þinn eða þjónustufulltrúa LSR.

  3. Ef þú ert ekki nú þegar að safna í séreign mælum við með að þú byrjir strax að safna. Því fyrr sem þú byrjar, því stærri verður sjóðurinn, sem verður laus til útborgunar eins og þér hentar frá 60 ára aldri.

    Þú velur hvar þú safnar séreignarsparnaðinum, en Séreign LSR er góður kostur. Sjóðurinn er alfarið í eigu sjóðfélaga og því fer allur ávinningur af starfsemi sjóðsins beint til sjóðfélaga. Ekki þarf að greiða nein gjöld, upphafskostnað eða breytingakostnað og öll iðgjöld renna þannig óskert í þinn sparnað frá fyrstu greiðslu.

    Rekstur séreignarsjóðsins er í höndum reynslumikils eignastýringarteymis LSR sem hefur skilað góðri langtímaávöxtun.

    Ef þú varst að greiða í séreign LSR í fyrra starfi og vilt halda því áfram getur þú gert eitthvað af eftirfarandi:

    • Fyllt út nýjan séreignarsamning hjá LSR þar sem nýr vinnuveitandi er tilgreindur og LSR sendir þá samninginn á nýjan vinnuveitanda. Þetta er mögulega einfaldasta og fljótlegasta leiðin.
    • Ef þú varst að safna í séreign LSR getur þú haft samband við LSR og óskað eftir því að núverandi samningur verði áframsendur á nýjan vinnuveitanda.
    • Sagt nýjum vinnuveitanda að þú sért með séreignarsamning við LSR og viljir halda áfram að greiða í hann. 

    Ef vinnuveitandinn samþykkir að greiða séreignarsparnað án þess að hafa samninginn við höndina munu greiðslur hans í séreignarsjóð LSR fara inn á réttan reikning í þínu nafni.

  4. Þau eru góður kostur hvort sem þú ert að endurfjármagna fyrra fasteignalán eða kaupa nýja fasteign. LSR býður bæði upp á verðtryggð og óverðtryggð lán með sveigjanlegum greiðsluskilmálum.

  5. A-deild er með tvenns konar réttindaávinnslu. Í grófum dráttum er skiptingin þessi:

    Jöfn ávinnsla: Þau sem hófu greiðslur til A-deildar LSR eða Brúar fyrir 1. júní 2017 og hafa greitt samfellt síðan.

    Aldurstengd ávinnsla: Þau sem hófu greiðslur til deildarinnar eftir 1. júní 2017 eða hafa hætt greiðslum lengur en í 12 mánuði samfellt.

    Fyrir sjóðfélaga í jafnri ávinnslu er gott að hafa eftirfarandi í huga þegar skipt er um vinnu:

    • Iðgjöld í jafnri ávinnslu veita verðmætari réttindi með aldrinum. Þess vegna getur verið mikilvægt fyrir þá sem hafa verið í jafnri ávinnslu að halda henni áfram fram að töku eftirlauna.
    • Ef nýi vinnuveitandinn þinn er að meirihluta fjármagnaður með skatttekjum, lögbundnum þjónustutekjum eða framlögum heldur þú áfram að ávinna þér jöfn réttindi, án sérstakra aðgerða af þinni hálfu.
    • Ef nýi vinnuveitandinn þinn er hins vegar ekki að meirihluta fjármagnaður með þeim hætti, þarf hann að greiða sérstakt lífeyrisaukaiðgjald til viðbótar við almennt 11,5% iðgjald til að þú haldir jafnri ávinnslu.
    • Þetta þarftu að ræða við nýja vinnuveitandann og ef hann samþykkir að greiða lífeyrisaukaiðgjaldið þarf hann að staðfesta það þegar hann sendir inn Umsókn um aðild að A-deild fyrir þína hönd.
    • Í framhaldinu mælum við með að þú fylgist með fyrstu iðgjaldgreiðslum vinnuveitandans á Mínum síðum til að ganga úr skugga um að þær séu réttar. Lífeyrisaukaiðgjaldið breytist árlega og er hægt að sjá núverandi iðgjaldaprósentu á launagreiðendasíðunni.

    Ábending:

    Ef þú veist ekki hvort þú ert í aldurstengdri eða jafnri ávinnslu getur þú séð það efst á lífeyrissíðunni á Mínum síðum.

  6. Með tilgreindri séreign nýtirðu hluta af skyldubundnum lífeyrisiðgjöldum til að safna í séreignarsjóð. Á móti lækka greiðslur í samtryggingu A-deildar.

    Með því er hægt að fá meiri sveigjanleika í útgreiðslum við starfslok, auka erfanlega eign í lífeyrissparnaði og mögulega létta undir við fyrstu fasteignakaup. Á móti lækka hins vegar réttindi til eftirlauna sem greidd eru til æviloka og örorku- og makalífeyris. Því yngri sem sjóðfélagar eru, því meiri réttindi ávinnast í samtryggingu.

    Því er mögulega skynsamlegt fyrir yngri sjóðfélaga að bíða með að safna í tilgreinda séreign þar til ákjósanleg réttindi hafa safnast í samtryggingu.

    Tilgreind séreign hefur þannig bæði sína kosti og galla og þarf hver og einn að meta hvort tilgreind séreign henti fyrir sig. Á síðunni um tilgreinda séreign er farið ítarlega yfir þessa hluti.

    Ábending:

    Það er mikilvægt að vanda vel valið á vörsluaðila tilgreindrar séreignar. LSR er góður kostur vegna þess að sjóðurinn er alfarið í eigu sjóðfélaga og allur ávinningur af starfsemi sjóðsins rennur til sjóðfélaga. Ekki þarf að greiða nein upphafs- eða breytingagjöld og hægt er að hætta greiðslum án þess að það hafi kostnað í för með sér.

    Ábending:

    Lífeyrisreiknivélin hentar vel til að sjá áhrifin af því að safna í tilgreinda séreign. Þar getur þú séð bæði þá inneign sem áætlað er að þú munir safna í tilgreinda séreign og líka hversu mikið eftirlaun til æviloka munu lækka á móti. Á Mínum síðum er lífeyrisreiknivélin for-útfyllt með þínum upplýsingum.

Umsóknir og eyðublöð

Sækja skref sem PDF
  1. Hvernig er umsóknarferlið?

    1. Vinnuveitandi þinn fyllir út umsókn um aðild að A-deild fyrir þína hönd.
    2. Starfsfólk LSR vinnur úr umsókninni og kallar eftir frekari upplýsingum hjá vinnuveitandanum ef þörf er á.
    3. Aðild þín að A-deild LSR er staðfest við vinnuveitandann og hann greiðir iðgjöld þín til deildarinnar.

    Gott að hafa í huga

    Þú þarft að greiða í stéttarfélag innan BSRB, BHM, KÍ eða Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga til að geta fengið aðild að A-deild. Þú sækir um aðild að þessum stéttarfélögum í gegnum félögin sjálf.

  2. Hvernig er umsóknarferlið?

    1. Þú fyllir út samning um séreignarsparnað þar sem þú velur m.a. hversu háa prósentu af launum þú vilt greiða í sjóðinn. Algengast er að velja 2 eða 4%. Einnig velur þú fjárfestingarleið.
    2. Starfsfólk LSR vinnur úr umsókninni og hefur samband við þig ef þörf er á.
    3. Samningurinn er sendur á vinnuveitanda þinn, sem mun sjá um að greiða séreignariðgjaldið þitt ásamt mótframlagi sínu inn á séreignarsjóð í þínu nafni.
    4. Til öryggis skaltu einnig láta launafulltrúa þinn vita af því að þú óskir eftir að greiða í séreignarsjóð hjá LSR. Við mælum jafnframt með að þú fylgist með því á Mínum síðum að greiðslur byrji að berast í sjóðinn og hafir samband við launafulltrúa ef greiðslur berast ekki.

    Gott að hafa í huga

    Við val á ávöxtunarleið má hafa til hliðsjónar að Leið I er hlutabréfaleið þar sem búast má við talsverðum sveiflum í ávöxtun með von um meiri ávöxtun yfir lengri tíma. Leið II er skuldabréfaleið með minni sveiflum en mögulega lægri ávöxtun yfir lengri tíma. Leið III er innlánaleið með litlum sveiflum í ávöxtun.

    Jafnframt er hægt að velja Sér-leiðir sem færa sjálfkrafa iðgjaldagreiðslur og inneign úr Leið I eða Leið II yfir í Leið III við 55 ára aldur.

  3. Hvernig er umsóknarferlið?

    1. Þú fyllir út umsókn um tilgreinda séreign þar sem þú velur hvort þú safnir 1,5%, 2,5% eða 3,5% af launum í tilgreinda séreign.
    2. Starfsfólk LSR vinnur úr umsókninni og hefur samband við þig ef þörf er á.
    3. Eftir að úrvinnslu er lokið mun LSR sjá um að færa hluta lífeyrisiðgjaldsins þíns í tilgreinda séreign. Ekki er þörf á að láta vinnuveitanda vita af þessari breytingu, hún gerist sjálfkrafa hjá LSR.
    4. Gott er að fylgjast með að greiðslur berist til tilgreindrar séreignar á Mínum síðum. Athugaðu að það geta liðið allt að tveir mánuðir frá umsókn þar til fyrsta greiðsla berst.

    Gott að hafa í huga

    Það skiptir máli hvar þú safnar í tilgreinda séreign! Vandaðu því valið vel á vörsluaðila tilgreindrar séreignar. Sérstaklega þarf að skoða vel öll gjöld og aukakostnað sem til fellur hjá viðkomandi aðila, en slíkur kostnaður er dreginn af iðgjöldum þínum. Athugaðu að hjá LSR þarf ekki að greiða nein upphafs-, flutnings- eða aukagjöld og allur ávinningur af starfsemi séreignarsjóða LSR rennur beint til sjóðfélaga.