Fara á efnissvæði
Mínar síður

Skref fyrir skref

Hér má finna helstu atriði sem gott er að hafa í huga fyrir lántöku.

Sækja skref sem PDF
  1. Ert þú með lánsrétt hjá LSR?

    Þú sérð það með einföldum hætti á Mínum síðum.

    Gott er að velta fyrir sér hvort nauðsynlegt sé að taka lánið, eða hvort mögulega sé hægt að hafa það lægra. Í einhverjum tilvikum gæti til að mynda verið skynsamlegra að nýta sparifé eða eignir sem hægt er að selja í stað þess að taka hátt lán. 

    Hvenær viltu verða hætt/ur að greiða upp lánið?

    Endurgreiðsla fasteignalána er langtímaverkefni og því er skynsamlegt að hugsa dæmið til enda. Til að mynda gæti verið skynsamlegt að stefna að því að lánið sé greitt upp áður en farið er á eftirlaun.

    Hver er raunhæf lánsupphæð?

    Þegar tekið er fasteignalán hjá LSR og öðrum lánveitendum þarf alltaf að fara í greiðslumat, þar sem metið er hversu hátt lán þú getur tekið út frá mánaðarlegum tekjum og skuldum. Nánar er farið yfir það hér neðar. Við mat á þessu skiptir einnig máli hvert lánshæfismat þitt er og hver greiðslusaga þín hefur verið hjá LSR, hafir þú áður verið með lán hjá sjóðnum. 

    Er nægt veðrými á fasteigninni þinni fyrir láninu?

    LSR lánar allt að 70% af fasteignamati eða kaupverði fasteignar ef þú ert að kaupa fasteign. Þetta þýðir að ef þú ert að kaupa fasteign þarftu að geta greitt a.m.k. 30% af kaupverðinu. Því er mikilvægt að skoða vandlega hvort þú eigir nægilega mikið eigið fé til að standa undir því.

    Ábending:

    Ef þú hefur einhvern tímann greitt iðgjald til LSR á síðustu 5 árum getur þú sótt um lán hjá sjóðnum.

    Ábending:

    Þú getur skoðað lánshæfismat þitt með því að skrá þig inn á vef CreditInfo.

  2. Við greiðslumat eru núverandi skuldir þínar og mánaðarlegar afborganir af þeim metnar, svo sem bílalán, námslán og önnur lán sem ekki verða greidd upp af nýja láninu. Jafnframt er áætlað hversu há ýmis almenn útgjöld eru fyrir heimilið og fer það m.a. eftir fjölskyldustærð, aldri barna, fjölda bíla á heimilinu og fleiri þáttum.

    Áður en sótt er um íbúðalán getur verið skynsamlegt að yfirfara mánaðarleg útgjöld heimilisins og meta hvort hægt sé að draga einhvers staðar úr útgjöldum og skuldbindingum. 

    Ef þú sérð fram á að útgjöld heimilisins muni breytast á næstunni, t.d. ef barneignir eru fyrirhugaðar, afborgun námslána að hefjast, fjölgun bíla á heimilinu o.s.frv., skaltu jafnframt hafa það í huga við mat á því hvort aukin skuldsetning henti á þessum tímapunkti.

  3. Þegar tekið er lán þurfa þessar tekjur, að frádregnum útgjöldunum sem nefnd voru í skrefi 2, að duga til að greiða af láninu ásamt öðrum skuldbindingum. Það er jafnan kallað að „standast greiðslumat“. Þegar sótt er um lán er farið í gegnum greiðslumatsferli þar sem þetta er reiknað.

    Þessu til viðbótar þarf að uppfylla sérstök viðmið Seðlabanka Íslands um greiðslubyrði. Þar eru afborganir áætlaðar út frá ákveðnum vöxtum og lánstíma og mega þær, ásamt greiðslum af öðrum fasteignalánum, ekki vera hærri en 35% af mánaðarlegum ráðstöfunartekjum heimilisins. Ef þú ert að kaupa fasteign í fyrsta skipti hækkar leyfilegt hlutfall í 40%. 

    Rétt eins og með útgjöldin er skynsamlegt að íhuga hvort líklegt sé að tekjur muni breytast í náinni framtíð. Ert þú eða maki t.d. að fara að skipta um vinnu, fara í nám eða fara á vinnumarkað eftir nám? Við langtímaákvörðun eins og töku fasteignaláns er skynsamlegt að taka slíkar breytingar með í reikninginn.

    Ábending:

    Í lánareiknivélinni okkar sérðu hvert greiðsluviðmið SÍ er og getur metið gróflega hvort þú standist kröfurnar miðað við það lán sem þú slærð inn.

    Aðferðin er:

    Greiðsluviðmið SÍ skv. reiknivélinni / 0,35 = Nauðsynlegar ráðstöfunartekjur

    Ef þú ert að kaupa fyrstu fasteign:

    Greiðsluviðmið SÍ skv. reiknivélinni / 0,4 = Nauðsynlegar ráðstöfunartekjur

    Til dæmis, ef greiðsluviðmið SÍ er 175.000 samkvæmt reiknivélinni þurfa ráðstöfunartekjurnar að vera a.m.k. 500.000 kr. á mánuði (175.000/0,35), en 437.500 kr. (175.000/0,4) ef um fyrstu íbúðarkaup er að ræða. 

    Ef þú munt greiða af fleiri fasteignalánum samhliða þessu nýja láni þarftu að leggja afborganir þeirra saman við greiðsluviðmiðið úr reiknivélinni og deila í töluna til að sjá nauðsynlegar ráðstöfunartekjur skv. viðmiði SÍ.

  4. Hjá LSR eru tvenns konar vextir í boði vegna verðtryggðra lána og ein tegund vegna óverðtryggðra lána.

    • Óverðtryggð lán; vextir sem breytast á 36 mánaða fresti
    • Verðtryggð lán; vextir sem breytast á 36 mánaða fresti
    • Verðtryggð lán; vextir sem eru fastir út lánstímann

    Jafnframt er hægt að velja að blanda saman verðtryggðu og óverðtryggðu láni. Þar að auki standa tvær tegundir afborgana til boða, jafnar greiðslur eða jafnar afborganir. 

    Allir þessir valkostir hafa sína kosti og galla sem þú þarft að vega og meta út frá þínum högum. Í grunninn er þetta spurning um hvort þú vilt hafa afborganir lágar í upphafi með minni eignamyndun, eða byrja með hærri afborgunum og hraðari eignamyndun. Til viðbótar þarftu að meta hvort þú þolir miklar breytingar á afborgunum, sem oft fylgja óverðtryggðum lánum, eða vilt hægari breytingar. 

    Þá er einnig gott að hafa aðstæður í efnahagslífinu almennt í huga þegar tegund láns er valin. Skynsamlegt er t.d. að kynna sér hvort líklegt sé að vextir hækki eða lækki á næstunni, hvort búist er við hárri eða lágri verðbólgu og svo framvegis.

    Ábending:

    Á vefsíðu Seðlabanka Íslands má finna umfjöllun um framtíðarhorfur og hvernig líklegt er að vextir og verðbólga þróist á næstu árum. Á vefsíðu Neytendastofu er hægt að finna upplýsingar um þróun höfuðstóls og greiðslubyrði og þróun verðlags og vaxta

  5. Þessi gjöld sérðu í reiknivélinni með því að smella á hnappinn „Sjá sundurliðun.“ 

    Við samanburð milli lánategunda er jafnframt mikilvægt að skoða reitinn „Heildargreiðsla“ í lánareiknivélinni. Þar sérðu áætlun á því hversu mikið þú þarft á endanum að greiða samtals fyrir viðkomandi lán, sem getur oft verið mjög mismunandi milli lánategunda. Innifalið í þeirri tölu er allur lántökukostnaður auk vaxta. Ef um verðtryggt lán er að ræða eru verðbætur jafnframt hluti af heildargreiðslunni. 

    Á gjaldskrársíðunni má sjá yfirlit yfir allan kostnað sem tengist lántöku og greiðslum lána hjá LSR, þar á meðal vanskilagjöld, en heildarkostnaður við lántöku getur aukist verulega ef til vanskila kemur. 

    Ábending:

    Árleg hlutfallstala kostnaðar er birt í reiknivélinni, en hún segir til um hversu hátt hlutfall af lánsupphæðinni er greitt í kostnað á hverju ári. Innifalið í þeirri tölu eru vextir, verðbætur (fyrir verðtryggð lán), lántökukostnaður, greiðslugjald og annar kostnaður að undanskildum þinglýsingarkostnaði. 

    • Undirrituðu kauptilboði vegna fasteignar sem á að kaupa. 
    • Undirrituðu kauptilboði/kaupsamningi vegna sölu á fasteign þinni samhliða kaupum á nýrri fasteign.
    • Staðfestingu á fé sem nota á til fasteignakaupanna (ef ekki á að nota fé úr sölu fasteignar). Slík staðfesting getur t.d. verið skjáskot af innistæðu á bankareikningi eða verðbréfaeign.
    • Ef breytingar eru á högum þínum þarf að skila inn upplýsingum það. Ef til dæmis er um skilnað eða sambúðarslit að ræða þarf að skila inn staðfestum fjárskipta- og skilnaðarsamningi.

    Ef um endurfjármögnun er að ræða þarf ekki að skila inn sérstökum viðbótargögnum, en tilgreina þarf hvaða fasteignalán skuli greiða upp. Ekki þarf heldur að skila inn viðbótargögnum í öðrum tilvikum þegar sótt er um lán nema ef aðstæður lántaka munu breytast miðað við fyrirliggjandi upplýsingar.

    Ábending:

    Ekki er þörf á að skila inn upplýsingum um tekjur, skuldir eða eignir, þar sem slík gögn eru sótt sjálfkrafa í rafrænu greiðslumati.

Umsóknir og eyðublöð

Sækja skref sem PDF
  1. Hvernig er umsóknarferlið?

    1. Þú fyllir út rafrænt umsóknareyðublað um lán á Mínum síðum LSR þar sem m.a. eru tilgreind upphæð láns, lánstími og tegund láns. Allir eigendur fasteignarinnar sem á að veðsetja þurfa að undirrita umsóknina rafrænt.
    2. Þegar umsóknin hefur verið undirrituð rafrænt færðu aðgang að rafrænu greiðslumati hjá CreditInfo, þar sem þú, og maki ef við á eða eigendur fasteignarinnar, þarft að staðfesta að sækja megi gögn um tekjur og skuldir hjá fyrirtækjum og stofnunum.
    3. Starfsfólk LSR yfirfer umsóknina og hefur samband ef einhverjar frekari upplýsingar vantar.
    4. Áður en þú tekur endanlega ákvörðun um lántökuna  færð þú afhentar neytendaupplýsingar vegna lántökunnar, sem þú þarft að kynna þér mjög vel ásamt endanlegu greiðslumati. Þú þarft að undirrita viðeigandi skjöl rafrænt, ásamt maka/eigendum fasteignar ef við á.
    5. Starfsfólk LSR útbýr skuldabréf sem þú (og maki/eigendur fasteignar, ef við á) þarft að undirrita í eigin persónu. Bæði er hægt að koma í afgreiðslu LSR að Engjateigi 11, eða óska eftir að fá skuldabréfið sent með pósti. 
    6. Þegar skuldabréfið hefur verið undirritað þarf að þinglýsa því hjá sýslumanni. LSR býður upp á að senda skjalið í þinglýsingu gegn gjaldi, en þú getur einnig séð um það sjálf/ur.
    7. Þegar þinglýst skuldabréf hefur borist LSR er lánið greitt út. Andvirði lánsins er greitt út í samræmi við tilgang lántökunnar. Við fasteignakaup fer greiðslan t.d. til seljanda/viðkomandi fasteignasölu, en við endurfjármögnun eru fyrirliggjandi lán uppgreidd í samræmi við lánsumsókn. Að öðrum kosti er andvirðið lagt inn á þinn reikning.

    Gott að hafa í huga:

    Umsókn og afgreiðsla fasteignaláns getur verið nokkuð flókið ferli.

    Þú getur liðkað fyrir ferlinu með því að bregðast fljótt við fyrirspurnum, fylgjast vel með síma og tölvupósti ef við þurfum að hafa samband við þig og undirrita skjöl við fyrsta tækifæri.