Þegar sótt er um maka- eða barnalífeyri er jafnan best að senda umsókn á þann lífeyrissjóð sem hinn látni greiddi síðast til. Viðkomandi sjóður áframsendir svo umsóknina á aðra lífeyrissjóði þar sem hinn látni átti réttindi og þeir úrskurða um hvort maki og börn eiga rétt á lífeyrisgreiðslum frá hverjum sjóði fyrir sig og upphæð þeirra.
Þetta gildir þó einungis fyrir samtryggingarsjóði, því lífeyrissjóðir hafa ekki upplýsingar um hvort inneign sé til staðar í séreignarsjóðum á vegum annarra vörsluaðila. Til að komast að því hvar hinn látni greiddi í séreignarsjóð er best að skoða síðustu launaseðla. Hjá LSR er reglulega kannað hvort látnir sjóðfélagar eigi inneign í séreign og er haft samband við erfingja í slíkum tilvikum.
Hjá LSR skiptir máli hvort hinn látni átti réttindi í A-deild, B-deild eða báðum deildum. Mismunandi reglur gilda um hversu lengi maka- og barnalífeyrir er greiddur úr þessum deildum auk þess sem ólík viðmið eru notuð við ákvörðun lífeyrisgreiðslna.