Fara á efnissvæði
Mínar síður

Skref fyrir skref

Hér má finna helstu atriði sem gott er að hafa í huga við andlát sjóðfélaga.

Sækja skref sem PDF
  1. Þegar sótt er um maka- eða barnalífeyri er jafnan best að senda umsókn á þann lífeyrissjóð sem hinn látni greiddi síðast til. Viðkomandi sjóður áframsendir svo umsóknina á aðra lífeyrissjóði þar sem hinn látni átti réttindi og þeir úrskurða um hvort maki og börn eiga rétt á lífeyrisgreiðslum frá hverjum sjóði fyrir sig og upphæð þeirra.

    Þetta gildir þó einungis fyrir samtryggingarsjóði, því lífeyrissjóðir hafa ekki upplýsingar um hvort inneign sé til staðar í séreignarsjóðum á vegum annarra vörsluaðila. Til að komast að því hvar hinn látni greiddi í séreignarsjóð er best að skoða síðustu launaseðla. Hjá LSR er reglulega kannað hvort látnir sjóðfélagar eigi inneign í séreign og er haft samband við erfingja í slíkum tilvikum.

    Hjá LSR skiptir máli hvort hinn látni átti réttindi í A-deild, B-deild eða báðum deildum. Mismunandi reglur gilda um hversu lengi maka- og barnalífeyrir er greiddur úr þessum deildum auk þess sem ólík viðmið eru notuð við ákvörðun lífeyrisgreiðslna. 

    Ábending:

    Ef þú veist ekki hvort hinn látni hafi verið virkur sjóðfélagi í A- eða B-deild LSR við andlát skaltu hafa samband við okkur og við veitum þér allar nauðsynlegar upplýsingar.

  2. Lífeyrisgreiðslur, þar á meðal makalífeyrisgreiðslur, úr B-deild eru ákvarðaðar út frá viðmiðunarlaunum, sem eru almennt þau dagvinnulaun sem sjóðfélagi hafði við starfslok eða andlát. Undantekningar geta verið frá því af þrenns konar ástæðum:

    • Ef sjóðfélagi var í hærra launuðu starfi í að minnsta kosti 10 ár fyrr á starfsævinni.
    • Ef sjóðfélagi var í hærra launuðu starfi en lokastarfi þegar rétti á lífeyristöku var náð.
    • Ef sjóðfélagi lét af hærra launuðu starfi en lokastarfi af heilsufarsástæðum.

    Ef eitthvað af þessu á við þarf að tilgreina það á umsókn um makalífeyri og veita nánari upplýsingar.

    Ef hinn látni átti réttindi í B-deild og var virkur sjóðfélagi í starfi hjá stofnun eða sveitarfélagi við andlát getur maki sótt um að makalífeyrisgreiðslur breytist eftir eftirmanns- eða meðaltalsreglu. Ef hinn látni var lífeyrisþegi á eftirmannsreglu við andlát getur maki jafnframt valið milli þessara tveggja kosta. Hér má finna nánari upplýsingar um eftirmanns- og meðaltalsreglu.

    Ábending.

    Starfsfólk lífeyrissviðs LSR er ávallt reiðubúið að veita þér aðstoð við umsókn um maka- eða barnalífeyri.

  3. Lífeyririnn er greiddur í 5 ár og er upphæð hans ákveðið hlutfall af lífeyrisréttindum hins látna sjóðfélaga.

    Maki gæti jafnframt átt rétt á framreikningi, en þá eru réttindi hins látna sjóðfélaga reiknuð eins og hann hefði greitt iðgjald til 65 ára aldurs.

    Ef börn hins látna, yngri en 22 ára, eru á framfæri makalífeyrisþega lengist greiðslutímabil makalífeyris þangað til yngsta barnið nær 22 ára aldri.

  4. Sé rétturinn til staðar er barnalífeyrir greiddur fram að ofangreindum aldri, þ.e. til 18 ára aldurs ef greitt er úr B-deild en til 22 ára aldurs ef greitt er úr A-deild.   

    Barnalífeyrir er föst upphæð á hverjum mánuði, sem breytist í samræmi við vísitölu neysluverðs. Hafi hinn látni sjóðfélagi verið virkur greiðandi hjá öðrum lífeyrissjóði við andlátið er mögulegt að greiðslur barnalífeyris teljist á ábyrgð þess lífeyrissjóðs. Úrskurðað verður um slíkt eftir að umsókn um maka- og barnalífeyri hefur verið send inn.

  5. Skiptingin er sú að maki fær 2/3 og börn 1/3 og er séreignarsjóðnum skipt þótt maki sitji í óskiptu búi.
    Við útborgun er tekjuskattur dreginn af séreignarsparnaði, en ekki erfðafjárskattur.

    Til að fá séreignarsparnað greiddan þarf fyrst að sækja um skiptingu séreignar með sérstöku eyðublaði og er nóg að einn af erfingjum fylli út umsókn um það. Eftir að sú skipting er frágengin  geta erfingjar ýmist geymt inneignina og ávaxtað hana lengur eða sótt um útgreiðslu. Útgreiðsla á erfanlegri séreign er ekki háð aldurstakmörkunum.

  6. Mikilvægt er að skrá rétt skattþrep til að koma í veg fyrir að of mikill eða of lítill skattur sé tekinn af greiðslunum.

    Gott er að hafa í huga að eftirlifandi maka er heimilt að nýta persónuafslátt hins látna í 9 mánuði talið frá andlátsmánuði. Hægt er að óska eftir því á umsókninni um maka- og barnalífeyri.
    Umsókn um maka- og barnalífeyri

  7. Ef þú hefur einhverjar spurningar eða vilt fá ráðgjöf um næstu skref skaltu ekki hika við að hafa samband við starfsfólk LSR sem mun aðstoða þig eftir þörfum.

Umsóknir og eyðublöð

Sækja skref sem PDF
  1. Hvernig er umsóknarferlið?

    1. Þú fyllir út umsókn um makalífeyri á Mínum síðum. Ef eftirlifandi börn hins látna eru á þínu framfæri skráirðu nöfn þeirra á umsóknina, sem verður þá jafnframt umsókn um barnalífeyri.
    2. LSR vinnur úr umsókninni og áframsendir á aðra lífeyrissjóði ef þörf er á. 
    3. Ef þörf er á frekari gögnum eða upplýsingum verður haft samband við þig.
    4. Eftir að unnið hefur verið úr umsókninni og úrskurðað um lífeyrisrétt færðu tilkynningu um það frá hverjum og einum sjóði. Afgreiðslutími umsókna um maka- og barnalífeyri hjá LSR er jafnan 6 vikur.
    5. Útgreiðsla hefst.

    Gott að hafa í huga:

    Á að nota skattkort? Í hvaða skattþrepi eiga lífeyrisgreiðslurnar að vera? 

  2. Hvernig er umsóknarferlið?

    1. Þú fyllir út umsókn um skiptingu séreignar á Mínum síðum. Nóg er að einn lögerfingi sæki um skiptingu.  
    2. Á umsókn um skiptingu getur þú valið fjárfestingarleið fyrir þinn hluta séreignarsjóðsins. Þú getur einnig óskað eftir að fá inneignina greidda út að fullu. Athugaðu að tekjuskattur er dreginn af útgreiðslu séreignar.
    3. LSR kallar eftir staðfestingu frá Sýslumanni.
    4. Þegar upplýsingar liggja fyrir er inneign séreignar færð inn á séreignarsjóð hvers erfingja fyrir sig og inneignin birtist á Mínum síðum hvers og eins.
    5. Séreign sem fengist hefur í arf er laus til úttektar hvenær sem þess er óskað með eyðublaði um útborgun séreignarsparnaðar.

    Gott að hafa í huga

    Ef þú vilt haga útgreiðslu séreignar með öðrum hætti en eingreiðslu strax við skiptingu, t.d. dreifa greiðslum yfir ákveðið tímabil, skaltu velja fjárfestingarleið á umsókn um skiptingu. Svo getur þú sent inn sérstaka umsókn um útgreiðslu séreignarsparnaðarins þar sem þú tiltekur hvernig útgreiðslur skuli vera.

    Aðrir erfingjar þurfa að senda inn umsókn um útgreiðslu á sínum hluta séreignarsparnaðarins.

  3. Hvernig er umsóknarferlið?

    1. Þú fyllir út umsókn um útborgun     séreignarsparnaðarins sem þú fékkst í arf.
    2. Þú getur valið að taka út ákveðna upphæð að eigin vali í eingreiðslu eða fá greidda ákveðna upphæð mánaðarlega. Mundu að haka í reitinn „Maka-/barnalífeyrir“.
    3. LSR vinnur úr umsókninni. Haft verður samband við þig ef þörf er á frekari upplýsingum.
    4. Greiðsla er afgreidd samkvæmt umsókninni.  Séreignarsparnaður er greiddur út bæði á föstudögum og fyrsta hvers mánaðar. Einungis er hægt að fá eina greiðslu úr séreign í hverjum mánuði. 

    Gott að hafa í huga

    Umsókn um séreign þarf að berast sjóðnum a.m.k. þremur virkum dögum fyrir þá dagsetningu sem óskað er eftir að greiðsla verði framkvæmd.

    Tekjuskattur er tekinn af greiðslu séreignarsparnaðar. Í sumum tilvikum gæti verið skynsamlegt að dreifa greiðslum yfir lengra tímabil til að útgreiðslan verði ekki skattlögð að miklu leyti í efsta skattþrepi.