Lífeyrisréttindi LA og LR
Sérstök lífeyrisréttindi alþingismanna og ráðherra voru afnumin árið 2009. Frá þeim tíma hafa alþingismenn og ráðherrar greitt í A-deild LSR. Réttindum sem þegar höfðu áunnist í LA (áður kallað Lífeyrissjóður alþingismanna) og LR (áður kallað Lífeyrissjóður ráðherra) var ekki breytt og sér LSR um útgreiðslur þeirra réttinda sem sjóðfélagar höfðu þegar áunnið sér.
Ríkissjóður Íslands er ábyrgur fyrir öllum skuldbindingum vegna réttindanna og fjármagnar þær.
65 ára
Almennur eftirlaunaaldur
Tegund réttindaávinnslu
Sjóðfélagar ávinna sér réttindaprósentu sem er hlutfall af viðmiðunarlaunum
Viðmiðunarlaun réttinda
LA: Gildandi þingfararkaup við eftirlaunatöku. LR: Gildandi ráðherralaun að frádregnu þingfararkaupi við eftirlaunatöku
Lífeyrisréttindi
Ævilöng eftirlaun og makalífeyrir
Hver eru réttindin?
Útreikningur réttinda fer fram þegar umsókn berst til LSR og er það gert í samvinnu við fjármálaráðuneytið.
Eftirlaunagreiðslur reiknast sem áunnin réttindaprósenta af þingfararkaupi og ráðherralaunum eins og þau eru á hverjum tíma.
Eftirlaun:
Almennur viðmiðunaraldur eftirlauna er 65 ára. Athuga þarf þó að ef eftirlaunaþegi gegnir starfi á vegum ríkisins, stofnana þess eða félags í meirihluta eigu þess skulu launagreiðslur fyrir það starf koma að fullu til frádráttar eftirlaununum.
Makalífeyrir:
Eftirlifandi maki öðlast rétt á makalífeyri við fráfall sjóðfélaga.
Fjárhæð makalífeyris er einstaklingsbundin og er útreikningur framkvæmdur þegar makalífeyrisumsókn berst sjóðnum.
Umsókn um eftirlaun frá LA og LR
- Sótt er um eftirlaun á Mínum síðum
- Umsóknarferlið getur tekið allt að 8 vikur í útreikningum og afgreiðslu.