Fara á efnissvæði
Mínar síður

Eftirlaunasjóður starfsmanna Útvegsbanka Íslands

Eftirlaunasjóður starfsmanna Útvegsbanka Íslands (ESÚÍ) var lagður niður sem lífeyrissjóður árið 2014 en hann hætti að taka við iðgjöldum sjóðfélaga árið 1987. LSR sér um útgreiðslur vegna þeirra réttinda sem sjóðfélagar höfðu áunnið sér fram að lokun.

Ríkissjóður Íslands er ábyrgur fyrir öllum skuldbindingum ESÚÍ og fjármagnar þær.

65 ára

Eftirlaunaaldur

2% af launum

Réttindi fyrir 100% starf í 1 ár

Viðmiðunarlaun réttinda

Vísitölubætt dagvinnulaun við síðustu iðgjaldagreiðslu í sjóðinn

Lífeyrisréttindi

Ævilöng eftirlaun og makalífeyrir.

Hver eru réttindin?

Fjárhæð eftirlauna er hlutfall af uppsafnaðri réttindaprósenta og viðmiðunarlaunum. Lífeyrisgreiðslur fylgja meðaltalsreglu og breytast í takt við launavísitölu opinberra starfsmanna.

Eftirlaun:

Eftirlaunaaldur er 65 ára. Skilyrði fyrir mánaðarlegum greiðslum lífeyris er að sjóðfélagi hafi greitt iðgjöld í a.m.k. 6 ár. Við mat á greiðslutíma er einnig horft til starfstíma í Íslandsbanka. Sjóðfélagar sem ná ekki því skilyrði geta sótt um endurgreiðslu iðgjalda við 65 ára aldur, sem er greidd út í eingreiðslu með vöxtum og verðbótum.

Makalífeyrir:

Eftirlifandi maki og/eða fyrrverandi maki öðlast rétt á makalífeyri við fráfall sjóðfélaga í samræmi við reglur sjóðsins. Makalífeyrir er greiddur ævilangt en fellur niður fari maki í hjúskap að nýju. 

Skilyrði fyrir makalífeyri er m.a. að:

  • Sjóðfélagi og maki hafi verið í hjúskap saman
  • Sjóðfélagi hafi átt rétt á mánaðarlegum eftirlaunagreiðslum

Fjárhæð makalífeyris er einstaklingsbundin og er útreikningur framkvæmdur þegar makalífeyrisumsókn berst sjóðnum.

Umsókn um eftirlaun frá ESÚÍ

  • Sótt er um á Mínum síðum LSR
  • Umsóknarferlið getur tekið allt að 8 vikur í útreikninga og afgreiðslu.
  • Hafi sjóðfélagi sem ekki átti rétt á mánaðarlegum eftirlaunum ekki sótt um endurgreiðslu iðgjalda fyrir andlát sitt er sjóðnum heimilt að framkvæma þá endurgreiðslu til dánarbús eða eftirlifandi maka sem á rétt á setu í óskiptu búi. Í slíkum tilfellum skilar maki inn hefðbundinni makalífeyrisumsókn.